Sundæfingar hefjast mánudaginn 4. maí. 30.04.2020
Nú fer að styttast í að við getum hafið sundæfingar aftur að fullum krafti. Við byrjum mánudaginn 4. Maí og við erum að springa úr spenningi að hitta alla aftur.

Það er þó ljóst að það verða nokkrar skipulagsbreytingar á hópunum okkar. Lesið textann vel hér að neðan og skoðið uppfærða æfingartöflu sem byrt er hér á síðunni.
Þjálfari hvers hóp fyrir sig mun svo líka senda frá sér persónulega yfirlýsingu um skipulag hvers hóps.
Ef þið hafið einhverjar frekari spurningar ekki hika við að hafa samband í tölvupóst eða hringja.

Allar æfingar fyrir börn yngri en 17 ára munu fara fram í Ásvallalaug, þannig að þeir hópar sem eru í Suðurbæjarlaug og Sundhöll verða kennd í Ásvallalaug.

Suðurbæjarlaug er lokuð vegna framkvæmda og 17 og eldri sundmenn munu nýta sundhöll til æfinga í nokkrum hópum.

Hópar sem færast í Ásvallalaug úr Suðurbæjarlaug eru Sundnámskeið 101, 102 og vera á sömu dögum en 40 mín fyrr. námskeið 201, 202, Gullfiskar og Fiðrildafiskar færast líka í Ásvallalaug og halda sínum æfingartíma. Sundnámskeið 5 ára og yngri fá aðstoð í gegnum klefann, foreldrar mega ekki aðstoða inn í klefa því er mikilvægt að mæta tímanlega það verður mjög erfitt fyrir okkur að sinna þeim sem koma seint inn í klefa.

Hópar sem færast úr Sundhöll í Ásvallalaug eru Selir og Kópar og munu æfa saman kl 17:00-18:00.

Allir aðrir hópar munu æfa eftir sömu stundatöflu og þeir hafa gert í vetur.

Því miður þykir okkur leitt að reglur almannavarna gerir okkur ekki kleift að hafa sundhópa 103 og 104 sem eru með foreldrum, því ekki fleiri en 7 fullorðnir mega koma sama og þeir þurfa að halda 2m fjarlægð allan tímann.

Hákarlar 17 og eldri verður svo skipt í fjóra mismunandi hópa, einn hópur í Sundhöll og þrír í Ásvalallalaug.

Sjá Æfingartöflu hér:

http://www.sh.is/id/1000361