Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna í Ásvallalaug

 

Þriðjudaga og Fimmtudaga, kl. 20.00-21.00- Ásvallalaug.

Þetta námskeið er ætlað þeim sem vilja bæta sundfærni hjá sér og nýta sér sund sem heilsueflingu. Sund er frábær hreyfing fyrir alla og er ein ódýrasta heilsu rægt sem hægt er að stunda á íslandi með allar þessar frábæru sundlaugar í flestum bæjarfélögum landsinns. Námskeiðið hentar einnig frábærlega fyrir þá sem ætla sér lengra og eru að byrja undirbúa sig fyrir keppni í þríþraut eða aðrar keppnir sem sund kemur til sögu. Margir hafa líka komið til að undirbúa sig fyrir inntökupróf í lögregluskólann eða slökkviliðið.

Námskeiðið hefur skilað góðum árangri og framförum í sundfærni hjá þeim sem klára námskeiðið.

Þjálfari er Mladen Tepavcevic

Verð kr: 20.000

Lengd námskeiðs eru fjórar vikur (8 skipti)

Ef lámarks fjölda skráninga næst ekki fyrir upphaf námskeiðs fellur námskeið niður, þeir sem hafa þá greitt fá endurgreitt eða eiga inni næsta námskeið.

 

Þeir sem klára námskeiðið geta svo komið að prufa Garpana sem er sundhópur fyrir fullorðna sem æfa allan veturinn einnig á þriðjudögum og fimmtudögum kl: 20:00-21:00. Garparnir eru ekki bara frábær heilsu rægt tvisvar í viku heldur líka æðislegur félagsskapur.

 




Eða senda emal á [email protected] - (Fullt nafn, kt og hvaða námskeið þarf að fylgja með)



Skriðsundsnámskeið 2024


6. Febrúar

5. Mars