Æfingagjöld hópa SH 2019-2020

Hópur tímafjöldi
í viku

Haustönn


Vorönn

tímabil
2019/20

Meðaltals
á mánuði
Sundnámskeið 103+104
1 22.000
27.500
49.500
5.500
Sundnámskeið
2  38.800 48.500
 87.300 9.700
Flugfiskar
Fiðrildarfiskar
Gullfiskar
Sæhestar
Trúðfiskar
Sædrekar
Otrar
Sæljón
Mörgæsir
Kópar
2  38.800  48.500  87.300 9.700
Selir
Kolkrabbar
Krossfiskar
3  43.600 54.500
98.100
10.900
Háhyrningar 3-4  47.600 Jan-Júní
71.400
 
119.000
11.900
Höfrungar 5-6  Ág-Des
64.500
Jan-Júlí
90.300

154.800
12.900
Sverðfiskar 6-9 Ág-Des
69.500
Jan-Júlí
97.300

166.800
 13.900
Hákarlar 7-12 Ág-Des
74.500
Jan-Júlí
104.300

178.800
 14.900
Hákarlar Extra
6
 55.000 77.000
132.000
11.000
Sundknattleikur ársgjöld
3  

  18.000
Skriðsundnámskeið 2
8 skipti
     15.000
Þríþraut 3
      4.500
Garpar ársgjöld
 2       18.000
           

Systkinaafsláttur:
Fjölskylduafsláttur er 15%, og kemur fram í greiðslukerfi DMS. Kerfið virkar þannig að allur afslátturinn kemur inná einn fjölskyldumeðlim.

Niðurgreiðsla Hafnarfjarðarbæjar*
6 til 18 ára 4.500 kr á mánuði
sjá hér "Reglur um niðurgreiðslu"


Greiðslufyrirkomulag

Skráning

Forráðarmenn barna sem hafa verið skráð í félagið munu fá sendan reikning um greiðslur á æfingagjöldum fyrir þann tíma sem eftir er af tímabilinu. Skráning fer fram í gegnum skrifstofu SH (með tölvupósti, rafrænni skráningu, í persónu eða í síma) eða persónulega við þjálfara barnsins.

Hægt er að skrá fyrir allt tímabilið í heild sinni, annaðhvort sept-des (haust) eða jan-maí/jún (vor) Við bjóðum ekki uppá mánaðarskráningar. Ef að barnið þitt vill ekki halda áfram eftir haust tímabilið september-desember, láttu okkur þá vita, annars tökum við því þannig að barnið verði allt tímabilið og við tökum pláss fyrir þitt barn frá öðrum sem eru á biðlista.

Sundfélag Hafnarfjarðar áskilur sér rétt til að fella niður námskeið og endurgreiða iðkendum, ef ekki fæst næg þáttaka

Uppsögn í lok hvers tímabils

Ef sundmaður eða forráðarmenn óska þess að hætta þátttöku verður það að vera gert með tölvupósti til skrifstofu SH (sh@sh.is). Uppsögn skal ekki fara fram í gegnum þjálfara eða vini því að þá getur henni seinkað, hún gleymst eða týnst. Þess vegna viljum við fá uppsögnina beint til okkar á skrifstofuna til að enginn vafi sé á og allt sé á hreinu.
Tekið er við uppsögnum á þjónustu í lok hvers tímabils. Ef barnið þitt vill ekki halda áfram, verður uppsögnin að vera send inn fyrir 15 dag í fyrsta mánuði tímabilsins. Eftir það verður reikningur fyrir allt næsta tímabil sendur út og hann verður að vera greiddur.

Ef sundmaður hefur æft í minna en 2 vikur og sér að æfingarnar henta honum ekki getur hann hætt án þess að borga æfingagjöld.


Uppgjör æfingagjalda

Rukkað verður fyrir æfingagjöld fyrir heilt tímabil (sept-des, jan-maí, maí-júní/júli) , frá þeim tíma sem barnið þitt byrjaði í sínum hóp.
Möguleiki er á því að æfingagjöld séu greidd í 1-mánaða greiðslum. Við viljum benda á það að þessar greiðslur eru aðeins hluti af þeirri heildarupphæð sem tímabilið kostar. Heildarupphæðinni er deilt í nokkur 1 mánaða tímabil (rukkað 26. hvers mánaðar). Við erum ekki með mánaðaræfingagjöld fyrir æfingahópana okkar aðeins tímabilsgjöld.

Til að forðast misskilning höfum við nú sett allan kostnað saman í eina upphæð. Forráðamenn verða ekki rukkaðir um neinar aukaupphæðir (eins og félagsgjöld, þjónustugjöld SSÍ, skráningargjöld og fleira). Einu aukagjöldin eru þjónustugjöld sem bankinn setur á reikningana, ef kosið er að greiða í gegnum heimabanka.

Önnur leið til að greiða er með mánaðarlegum greiðslum af kreditkorti sem hægt er að koma í kring á skrifstofunni eða velja kreditkortagreiðslu við skráningu á mínum síðum.

*Æfingagjöld verða innheimt og niðurgreiðsla Hafnarfjarðarbæjar verður dregin frá þeirri upphæð, þar sem hægt er. Ef við sjáum að barnið þitt er ekki skráð í kerfi verða gjöldin sem ekki voru greidd rukkuð í næsta reikningi.

Til þess að sækja um niðurgreiðslu þar að fara hér inn á Mínar Síður. Þar skráir þú þig inn með þínum upplýsingum, velur íþróttastyrk og smellir þar á SH lógoið til að staðfesta niðurgreiðsluna (frístundastyrk).
Mínar Síður

Ef barnið er nú þegar skráð inn í kerfið, þú þarft að breyta skráningunni og velur íþróttastyrk til að virkja niðurgreiðsluna.

Niðurgreiðslur:

Ath. að Hafnarfjarðarbær veitir frístundastyrk til barna í Hafnarfirði. Það eru foreldrar sem fá hann til ráðstöfunnar og það er á ábyrgð foreldra að fylgjast með því hvort hann sé nýttur eða ekki. Sundfélag Hafnarfjarðar  hefur ekki þær upplýsingar sem þarf til að vita hvort barn á rétt á styrk eða ekki.  Bærinn greiðir aðeins með einni tómstund og það getur verið að barn sé að nýta styrk annarstaðar og eigi því ekki rétt á styrk vegna iðkunnar hjá félaginu.

Uppgjör æfingagjalda fer fram í gegnum DMS greiðslukerfið, sjá þægilegustu tengla hér:
–  Til að sækja um leið um niðurgreiðslur frá Hafnarfjarðarbæ farið inná ‘Mínar síður‘.
–  Einnig hægt að fara beint inná DMS kerfið hér! Hér geta íbúar í öðrum sveitarfélögum sótt um niðurgreiðslu.