Ęfing hjį öllum hópum hjį SH falla nišur til og meš 23. mars (nema Hįkörlum og sveršfiskum) 16.03.2020

Stjórn SH fundaði nú í kvöld þar sem farið var yfir möguleika á æfingum á meðan á samkomubanni  stendur.

Eins og staðan er núna hefur verið gefið út að laugar bæjarins verði opnar.
Stjórn SH tók þá ákvörðun að æfingar hjá öðrum en Hákörlum og Sverðfiskum falla niður.

Ofangreind ákvörðun gildir í eina viku (til og með 23.mars) nema eitthvað komi uppá.

Sundmönnum sem æfa með Hákörlum og Sverðfiskum mun verða skipt upp í minni hópa og mikilvægt er að allir geri sér grein fyrir að um leið og þeir eru búnir að mæta á æfingu með einum hópi þá skal halda sig við þann hóp.
Þjálfarar munu senda út nánari upplýsingar um æfingartíma og hópaskiptingar.

Til viðbótar viljum við taka eftirfarandi fram.
Sundmenn eiga að nota skólasundsklefana til að dreifa álagi á búningsklefa (ekkert skólasund er á þessum tíma)
Sundmenn eiga að hafa a.m.k eina lausa sturtu á milli sín,
Sundmenn skulu  forðast að nýta heita potta (vegna þess hve erfitt er að tryggja nægt rými í pottum).

Loka ákvörðun um hvort að barn mæti á æfingu á þessum tíma er að sjálfsögðu í höndum foreldra/forráðamanna. Engin pressa verður frá SH um mætingu á meðan samkomubann er í gili.

Þeir Hákarlar sem ekki geta komið á úthlutuðum æfingartímum eru beðnir um að mæta ekki á sama tíma og hóparnir eru að æfa á,  til að forðast blöndun,  heldur fá prógram hjá þjálfara og synda sjálfir á milli kl 10:00 og 16:00

Ef upp kemur smit þá munum við að sjálfsögðu hafa samband við 1700 og fara eftir leiðbeiningum frá þeim í einu og öllu. 

Ef ekkert kemur uppá munum við senda út uppfærða áætlun eftir eina viku.

 

Kær kveðja

 

Klaus Jurgen Ohk

Framkvæmdastjóri