Varśšarrįšstafanir vegna Covid-19 veiru ķ tengslum viš Įsvallamót SH 2020 12.03.2020
Eftir að hafa fylgst með upplýsingafundum almannavarna síðustu daga og upplýsingum sem komu fram á fundi landlæknis með ÍSÍ sjáum við ekki ástæðu til að fella niður Ásvallamótið sem er fyrirhugað 14. og 15.mars.  Enda engar ráðleggingar frá almannavörnum sem segja að ekki væri ráðlegt að halda sundmót. Ef aðstæður eða ráðleggingar frá almannavörunum breytast fyrir eða um helgina munu þessar ákvarðanir verða endurskoðaðar í takt við það. 

En að sjálfsögðu munum við fara eftir öllum ráðleggingum varðandi varúðarráðstafanir sem komið hafa fram og ráðleggjum öllum að fara eftir því sem fram hefur komið um aukinn handþvott og sprittun. 

Stjórn SH  hefur þegar ákveðið að grípa til eftirfarandi ráðstafana.

Riðlaherbergi verður ekki á hefðbundnum stað -  heldur til hliðar á sundlaugarbakkanum þar sem rýmra er um keppendur en í herberginu sem er notað undir venjulegum kringumstæðum.

Dómarar verða beðnir um að koma með eigin penna – eða nota einn og sama pennann allt mótið.

Harðspjöld sem dómarar fá til afnota verða þrifin á milli hluta. - 

Dreift verður hönskum til dómara.

Handspritt verður víða

Til þess að draga út hættu á dreifingu smits verða hurð inn á áhorfendastúku hafðar opnar og handriði og fleiri yfirborð sem margir snerta verða þrifið oft með sérstöku efni frá Tandur.

Sjoppa mun eingöngu selja aðkeyptan varning í lokuðum umbúðum.

Auk þessa bendum við á grein sem birtist meðal annars á vef Fréttablaðsins þar sem fram kemur á veiran lifi illa í klór.

Segir meðal annars í greininni :

„Veiran sem um ræðir er "aumingi" gagn­vart sótt­hreins­efnum, þar með talið klór, og er ó­lík­legt að vatnið sem slíkt verði vanda­mál í tengslum við far­aldurinn,“ segir Júlíana í sam­tali við Frétta­blaðið

https://www.frettabladid.is/frettir/smitleidir-covid-19-koronaveirunnar-i-sundi/?utm_medium=Social&utm_source=Facebook&fbclid=IwAR2Re2G7fh3rfu8-Whr75TqX1kkmcrR04uIZ9M6STBKdQTmlTnQUsyJYje4#Echobox=1583923474

Eins hafa verið birtar erlendar greinar sem segja sömu sögu - þ.e. þar er sagt að veiran lifi ekki í klór.