Fulltrúi sundmanna

 

Fulltrúi sundmanna er

Andrea Helga Sigurðardóttir
sími 846 3672 - tölvupóst
  • Fulltrúi sundmanna er stjórnarmaður en starf hans sem fulltrúa er óháð stjórnarsetu eða þjálfurum.
  • Fulltrúi sundmanna gætir hagsmuna sundmanna og geta sundmenn og forráðamenn þeirra leitað til hans með samskiptamál sem koma upp t.d. varðandi sundþjálfun og tilhögun hennar.
  • Sundmenn í Sundfélagi Hafnarfjarðar eiga einn fulltrúa í stjórn félagsins í samræmi við stefnuyfirlýsingu ÍSÍ.
  • Frumskylda fulltrúa sundmanna er við þá sundmenn sem til hans leita og ber honum því að gæta þagmælsku og trúnaðar sé þess óskað.
  • Stuðningur og aðstoð við sundmenn skal byggja á virðingu og trúnaðartrausti.
  • Fulltrúi sundmanna ber að mæta sundmönnum á jafnréttisgrundvelli og virða skoðaðir þeirra og gildi.
  • Fulltrúi sundmanna upplýsir stjórn SH um almennan gang mála án þess að rjúfa trúnað sundmanna sem hlut eiga að málum sé þess óskað.
  • Fulltrúi sundmanna ber að leita leiða og lausna á þeim málum sem til hans berast í samráði við stjórn SH .