Umræða um einelti þarf sífellt að vera í gangi og allir verða að vera vakandi og meðvitaðir um vandamálið.

Þegar eineltismál er tilkynnt tekur stjórn SH við málinu og setur það í ferli (Smelltu hér)


1.
Tilkynning um einelti berst til stjórnar SH á viðeigandi eyðublaði. Eyðublaðið er á heimasíðu félagsins (Smelltu hér).

2.       Foreldrar þolanda eru upplýstir um tilkynningu (ef hún kemur ekki frá foreldrum þolenda).  Foreldrum/forráðamönnum þolanda og þolanda sjálfum er gerð grein fyrir  hvert næsta skref er og þeir látnir skrifa undir að næstu skref í málinu hafi verið kynnt þeim.

 3.       Foreldrar/forráðamönnum meints geranda er tilkynnt um hið meinta einelti. Þeim er gert grein fyrir að til standi að ræða við meintan geranda og þeim boðið að sitja þann fund. Meintum geranda er gert ljós að hann sé grunaður um að vera gerandi í eineltismáli. Foreldrar/forráðamenn meints geranda eru látnir skrifa undir að þeim hafi verið tilkynnt um hið meinta einelti og að þeim hafi einnig verið gerð grein fyrir því ferli sem slík mál fara í.

4.       Stjórn setur saman eineltisteymi þar sem í eru stjórnarmenn og eða utanaðkonandi aðili/aðilar eftir eðli málsins. Þeirra hlutverk er að fara í gagnaöflun og viðtöl við meintan þolanda og foreldra, hugsanleg vitni, meintan geranda, aðra sundmenn í hópnum og aðra þá sem búa yfir upplýsingum um hið meinta einelti.

5.       Foreldrum í þeim hópi sem hið meinta einelti á að hafa átt sér stað er sendur tölvupóstur um að komið hafi tilkynning um einelti í hópnum og beðið um leyfi til að ræða við sundmenn á einstaklingsgrundvelli um málið og þeim boðið að sitja þann fund. Ef eineltisteymið þarf að ræða við barn þ.e. einstakling undir 18. ára aldri þarf að fá samþykki foreldra/forráðamönnum og þeim boðið að sitja þá fundi.

6.       Eineltisteymið skilar greinagerð til stjórnar þegar upplýsinga hefur verið aflað.

7.       Stjórn boðar foreldra/forráðamenn þolanda og geranda á fund í sitthvoru lagi til að fara yfir niðurstöður málsins.

8.       Niðurstöða eftir gagnaöflun: Ekki einelti:

Ef ekki er um einelti að ræða er foreldrum/forráðamönnum og meintum þolanda kynnt niðurstaða málsins. Meintur gerandi er einnig tilkynnt um niðurstöðu málsins. Foreldrar/forráðamenn beggja aðila, þolanda og geranda, verða að skirfa undir að þeim hafi veið tilkynnt um þessi málalok.

 9.       Niðurstaða eftir gagnaöflun: Einelti í gangi:

Ef um einelti er að ræða er þolanda og foreldrum kynnt niðurstaða málsins. Gerandi er boðaður í viðtal ásamt foreldrum/forráðamönnum og honum kynnt niðurstaða og til hvaða aðgerða verði gripið. Mikilvægt er að það komi skýrt fram að einelti sé ekki liðið og gripið verði til harðari aðgera ef gerandi lætur ekki af háttsemi sinni s.s brottrekstur úr hópi eða úr sunddeild. Ef gerandi er þjálfari fær hann skriflega áminningu í starfi. Ef háttsemi er viðvarandi tekur stjórn ákvörðun um viðeigandi viðbrögð s.s. tilfærslu í starfi eða brottrekstur.

 10.   Ef foreldri/forráðamaður þolanda eða meints gerandi er ekki sáttur við niðurstöður stjórnar/eineltisteymi SH getur hann tilkynnt málið til stjórna SSÍ.