Handbók SH
Handbókin var uppfærð og endurútgefin haustið 2011. Það er ósk okkar að bókin nýtist sundmönnum og aðstandendum hennar vel en í henni er fjallað um ýmsa þætti sunds og starfsemi félagsins.

 Handbok_SH.pdf
 Handbok_SH.pdf (1051 K)


Í handbók SH eru ýmsar hagnýtar upplýsingar um SH og sundíþróttina.

Segja má að starfsemi sundfélagsins sé tvíþætt, annars vegar þjálfun sundmanna og allt er að því snýr og hins vegar er vinna forráðamanna tengd mótum, ferðum og annarri starfsemi félagsins. Sund er ólíkt mörgum öðrum íþróttagreinum hvað það varðar að nauðsynlegt er að forráðamenn sundmanna taki þátt í starfi félagsins.

Sundmót eru mannfrek og best er ef allir taka virkan þátt, þá skiptist jú vinnan á fleiri hendur og verður léttari í alla staði. Auk sundmóta er farið í æfingabúðir og í keppnisferðir og foreldrar eru hvattir til að taka virkan þátt í þessum skemmtilegu ferðum eða að aðstoða við undirbúning þeirra.

Í SH eru ríflega 300 sundmenn á aldrinum frá þriggja ára og uppúr. Þessi fjöldi hefur vaxið gífurlega og síðustu ár og með tilkomu Ásvallalaugar hafa möguleikar félagsins á fjölbreyttari starfsemi aukist til muna. Það er ánægjulegt að sjá félagið vaxa og dafna og fylgjast með sundmönnum á öllum aldri stunda góða og heilbrigða íþrótt í góðum félagsskap.

Öflugt og skemmtilegt starf er í garpahópi SH (sundmenn 25ára og eldri). Til þess að taka þátt í garpastarfi SH þarf enga sundkunnáttu, þar eru bæði nýir sundmenn sem og reyndari.

Heimasíða SH www.sh.is er miðpunktur í upplýsingastarfi félagsins til sundmanna og foreldra.

SH varð fyrirmyndarfélag ÍSÍ árið 2005. Eitt af því sem komst þá á legg er foreldraráð SH. Foreldraráðið sinnir félagslegum þætti sundmanna auk þess að skipuleggja og halda utan um fjáraflanir fyrir ferðasjóði sundmanna sem nýtast þegar farið er í æfinga og/eða keppnisferðir.

Við bjóðum alla sundmenn, nýja og gamla og forráðamenn þeirra velkomna til starfa og væntum þess að við munum eiga gott og ánægjulegt samstarf um ókomin ár.