Markmið

1. Börn og unglingar í Hafnarfirði eiga jafnan rétt og möguleika til að stunda íþróttir með

íþróttafélagi í Hafnarfirði óháð, kyni, fötlun, uppruna eða efnahag.

2. Piltar og stúlkur hafa jafna möguleika til að stunda allar íþróttagreinar sem boðið er uppá

hjá sundfélaginu.

3. Sundfélagið gera sömu hæfniskröfur til þjálfara pilta og stúlkna.

4. Sundfélagið hvetur jafnt pilta sem stúlkur til afreka í sinni íþróttagrein.

5. Sundfélagið sér til þess að aðstaða og möguleikar beggja kynja til afreka sé jöfn.

6. Leitast er við að kynjahlutföll séu sem jöfnust í stjórnum og deildum svo og öðrum trúnaðarstörfum innan sundfélagssins.

 

Leiðir

1. Leiðir að jafnri aðstöðu allra barna og unglinga að íþróttum eru m.a.:

a. Reglur Hafnarfjarðarbæjar um niðurgreiðslur æfingagjalda barna 17 ára og yngri.

b. Samningur ÍBH, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar um styrk til iðkenda yngri en 18 ára.

c. Þverfagleg samvinna ÍBH við skóla í Hafnarfirði, félagsmiðstöðvar, heilsdagsskóla,

tómstundafélög, forráðamenn og Íþrótta- og tómstundanefnd Hafnarfjarðar.

d. Næg aðstaða og æfingatímar séu í boði í íþróttamannvirkjum í Hafnarfirði.

2. Leiðir að jöfnum möguleikum pilta og stúlkna í öllum íþróttagreinum eru m.a.:

a. Framboð íþróttagreina sé til jafns fyrir bæði kynin.

b. Jafnræðis milli pilta og stúlkna sé gætt við úthlutun æfingatíma í íþróttamannvirkjum.

3. Leiðir að jafngóðri íþróttaþjálfun fyrir bæði kyn eru m.a.:

a. Jafnhæfir þjálfarar séu til staðar fyrir bæði pilta og stúlkur.

b. Hvetja alla þjálfara félaga til að bæta við menntun sína.

4. Leiðir að jafnri hvatningu pilta og stúlkna til afreka eru m.a.:

a. Félög tilnefni bæði íþróttakonu og íþróttakarl við val á íþróttamanni Hafnarfjarðar ár hvert.

b. Íþróttafélög velji bæði íþróttakarl og íþróttakonu félags eða deildar ár hvert.

c. Hvetja félög, deildir og þjálfara sérstaklega til að ala upp afrekskonu til jafns við

afreksmann.

d. Valin verði bæði íþróttakarl og íþróttakona Hafnarfjarðar.

5. Leiðir að jafnri aðstöðu og möguleikum kynja til afreka eru m.a.:

a. Jafngóð æfinga- og keppnisaðstaða fyrir bæði kyn innan sama íþróttafélags.

b. Sömu fjárstyrkir og hlunnindi beggja kynja innan deilda og íþróttafélaga.

c. Reglugerð Afreksmannasjóðs ÍBH.

6. Leiðir að jöfnu kynjahlutfalli í stjórnum félaga og deilda eru m.a.:

a. Tryggja þarf að viðhorf og sjónarmið beggja kynja og allra hópa komi fram við ákvarðanir

stjórna félaga og deilda.

b. Sérstök hvatning og umbun til félags eða deildar sem hefur jafnast kynjahlutfall í stjórn.

 

Sækja bæklingur ÍSÍ um jafnréttismál