Uppgjör æfingagjalda Rukkað verður fyrir æfingagjöld fyrir heilt tímabil frá hausti til vors, frá þeim tíma sem barnið þitt byrjaði í sínum hóp og þar til æfingar enda næsta vor eða sumar. Möguleiki er á því að dreifa greiðslum á æfingagjöldum í jafn marga mánuði og æfingar standa yfir. Inni falið í æfingargjöldum er: félagsgjöld, þjónustugjöld SSÍ, skráningargjöld. Annar kostnaður eins og keppnisferðir, æfingarbúðir, æfingarbúnaður líkamsræktarkort og aðrar uppákomur þarf sundmaður að greiða aukalega. Mánaðarlegur styrkur Hafnarfjarðarbæjar til lækkunar á þátttökugjöldum er 4.500 kr. á hvern iðkanda frá 6-17 ára Reglur um frístundastyrk sjá hér Systkinaafsláttur: Greiðslufyrirkomulag Við skráningu er barnið skráð þar til sundtímabilið lýkur í lok maí fyrir sundskóla SH 0-5, aðrir eldri hópar æfa lengur og eru skráð þar til æfingar fara í sumarfrí.
Þegar barn er skráð og búið að ganga frá greiðslusamning þá er gjaldskylda þar til æfingar ljúka næsta vor. Það er þó hægt að segja upp æfingargjöldum í lok desember/ byrjun jan ef búið er að greiða helming æfingargjalda. Uppsögn verður þá að berast fyrir 15 janúar. Ekki er hægt að segja upp eftir það og er gjaldskylda til lok æfinga um vorið. Uppsögn skal berast í tölvupósti í netfangið [email protected]. Ef sundmaður hefur æft í minna en 2 vikur og sér að æfingarnar henta honum ekki getur hann hætt án þess að borga æfingagjöld.
ATH! Sundfélag Hafnarfjarðar áskilur sér rétt til að fella niður námskeið og endurgreiða iðkendum, ef ekki fæst næg þátttaka. |