Sundknattleiksdeild SH

Vertu með í erfiðustu íþrótt í heimi


Handbolti í vatni


Æfingar í sundknattleik hófust hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar í nóvember 2008. Mladen Tepavcevic er bæði þjálfari og keppandi. Æfingar eru þrisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga kl. 20.00 - 21:00.


Hægt að er ská sig á [email protected] eða að mæta í Ásvallalaug á Mánudaginn kl. 20.00.


Æfingarnar samanstanda af sundæfingum, tækniæfingum og skotæfingum. Fyrir leiki er farið yfir leiktækni og kerfi. Keppendur fá líka æfingaáætlun fyrir líkamsrækt sem þeir stunda sjálfir þó með umsjón Mladen.


Fullur vilji er hjá SH að þróa þessa íþrótt hér á landi og fá eins marga þátttakendur og mögulegt er. Fljótlega mun SH fara af stað með æfingar fyrir yngri krakka og er ætlunin að byggja upp nýtt lið frá grunni.


Sundknattleikur er spilaður eftir reglum frá FINA og er keppt bæði í karla og kvennaflokkum. Enn sem komið er spila allir saman hjá okkur og eru stelpur jafnt sem strákar velkomnir á æfingar hjá SH.