Hvað eru Garpar?
Hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) er öflugur hópur Garpa sem er með æfingar tvisvar í viku í Ásvallalaug, þ.e. á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 20:00-21:00. Allir eru velkomnir á æfingar, þó er æskilegt að geta synt eitthvað skriðsund, ekki vera alveg ósyndur. Skipt er niður á brautir eftir getu, þannig að þeir sem eru byrjendur lenda ekki með þeim sem eru lengra komnir. Með því að vera með lærum við að synda rétt í góðum félagsskap! Íslandsmót garpa er haldið einu sinni á ári en garpar taka þátt í fleiri mótum. Bent skal á að þátttaka í mótum er hverjum og einum í sjálfsvald sett. Þjálfara garpanna er Klaus Jürgen Ohk Nú skrá sig allir í gegnum sportabler og greiða félagsgjald þar.
Einnig er hægt að greiða félagsgjöldin inn á reikninginn okkar og senda kvittunina á skrifstofuna okkar:
félagsgjöld frá September til Maí : 29.000 kr
rk. 0327-13-711100
kt. 640269-2789
kvittun: [email protected]
|
|