top of page



SH með yfirburði á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug – 8 sundmenn frá SH ná lágmarki á EM25
Íslandsmeistaramótið í 25 metra laug (ÍM25) fór fram í Laugardalslaug dagana 7.–9. nóvember. Sundfélag Hafnarfjarðar átti þar stórkostlegt mót og sýndi sannkallaða yfirburði í keppninni. SH vann alls 35 Íslandsmeistaratitla af 46 mögulegum , 29 silfurverðlaun og 7 bronsverðlaun , og sigraði í öllum 10 boðsundsgreinum mótsins . Félagið setti jafnframt 6 Íslandsmet og 1 Íslandsmet í unglingaflokki á mótinu. Einstaklings Íslandsmet: Birnir Freyr Hálfdánarsson – 100m flugsund
Nov 10
Cube-mót SH lauk með 12 ný mótsmet
CUBE-Mót SH lauk á sunnudag um hádegisbil í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Á mótinu náðist góður árangur, lágmörk fyrir EM, NM og ÍM. 260 sundmenn frá 13 félögum komu saman á mótinu. Bestu árangar og stigahæstu sundmennirnir voru Birgitta Ingólfsdóttir (SH) í 100m bringusund í 1:07.56 (786 stig) og Snorri Dagur Einarsson (SH) í 100m bringusund í 0.59.82 (786 stig). Snorri Dagur Einarsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Birgitta Ingólfsdóttir og Vala Dís Cicero syndir undir lágmark
Oct 20


SH Bikarmeistarar 2025
SH vinnur í áttunda sinn í röð bikarkeppni Íslands.SH hefur nú unnið bikarkeppnina 17 sinnum samanlagt, fyrst árið 1995. Til hamingju allir sundmenn og þjálfarar.
Oct 1
SH eru Íslandsmeistarar Sumarsins 2025 í fullorðins og unglingaflokk
Í Sigurliðinu voru 45 sundmenn frá SH, sem stóðu sig frábærlega með nokkrum persónulegum bestu tímum og einstökum Íslandstitlum.Allir sundmenn 16 ára og eldri söfnuðu flestum stigum og unnu Íslandsmeistaratitilinn í liðakeppninni. Einnig var liðið af 13-15 ára, sem vann Íslandsmeistaratitilinn í unglingaflokk. Stigahæstu sundmennirnir voru: Konur : 1. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir með 760 stig 2. Vala Dís Cicero með 700 stig 3. Nadja Djurivic með 681 stig Karlar : 1. Ýmir Cha
Jun 30
bottom of page




