top of page

8 Sundmenn SH tóku þátt á EM25 með frábærum árangri!

  • skrifstofa
  • Dec 10
  • 1 min read

Evrópumeistaramótið í 25 metra laug fór fram í Lublin, Póllandi, vikuna 2.-7. desember.

Á mótinu tóku 8 sundmenn frá SH þátt og stóðu sig vel.

Þessir sundmenn frá SH tóku þátt:

  • Birgitta Ingólfsdóttir

  • Birnir Freyr Hálfdánarson

  • Hólmar Grétarsson

  • Jóhanna Elín Guðmundsdóttir

  • Snorri Dagur Einarsson

  • Símon Elías Statkevicius

  • Vala Dís Cicero

  • Ýmir Chatenay Sölvason


Synt var nýja bestu tíma í nokkrum sundum, þar á meðal Birnir Freyr Hálfdánarson í 100m fjórsundi, Birgitta Ingólfsóttir í 200m bringusundi, Ýmir Chatenay Sölvasson í 50m skrið og Hólmar Grétarsson í 200m flugsundi.

Allir sundmennirnir stóðu sig vel og voru að synda mjög nálægt sínum bestu tímum.


Sundmennirnir sýndu einnig mikla liðsheild með því að setja tvö ný Íslandsmet í boðsundum. Í 4x50m skriðsundi var liðið samansett af Snæfríði, Jóhönnu, Völu og Birgittu. Í 4x50m skriðsundi blandað var liðið samsett af Símon, Ými, Jóhönnu og Völu.


Við viljum óska öllum sundmönnum til hamingju með frábæra frammistöðu og þakka þeim fyrir að vera frábærir fulltrúar SH á Evrópumeistaramótinu í Lublin.


 
 

Recent Posts

See All
Glæsilegur árangur SH á Norðurlandameistaramótinu

NM fór fram í Laugardalslauginni dagana 28.–30. nóvember. SH var með 11 sundmenn sem tóku þátt og það voru þau: Hólmar Grétarsson Magnús Víðir Jónsson Sólveig Freyja Hákonardóttir Katja Lilja Andriysd

 
 
Cube-mót SH lauk með 12 ný mótsmet

CUBE-Mót SH lauk á sunnudag um hádegisbil í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Á mótinu náðist góður árangur, lágmörk fyrir EM, NM og ÍM. 260 sundmenn frá 13 félögum komu saman á mótinu. Bestu árangar og stig

 
 
bottom of page