top of page

SH með yfirburði á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug – 8 sundmenn frá SH ná lágmarki á EM25

  • skrifstofa
  • Nov 10
  • 1 min read

Íslandsmeistaramótið í 25 metra laug (ÍM25) fór fram í Laugardalslaug dagana 7.–9. nóvember. Sundfélag Hafnarfjarðar átti þar stórkostlegt mót og sýndi sannkallaða yfirburði í keppninni.

SH vann alls 35 Íslandsmeistaratitla af 46 mögulegum, 29 silfurverðlaun og 7 bronsverðlaun, og sigraði í öllum 10 boðsundsgreinum mótsins.

Félagið setti jafnframt 6 Íslandsmet og 1 Íslandsmet í unglingaflokki á mótinu.

Einstaklings Íslandsmet:

  • Birnir Freyr Hálfdánarsson – 100m flugsund

  • Símon Elías Statkevicius – 50m skriðsund

  • Hólmar Grétarsson – Íslandsmet unglinga í 400m fjórsundi

Íslandsmet í boðsundum:

  • 4x100m skriðsund – Birnir Freyr, Símon Elías, Ýmir og Veigar Hrafn

  • 4x100m fjórsund – Vala Dís, Birgitta, Nadja og Jóhanna Elín

  • 4x50m fjórsund blandað – Bergur Fáfnir, Birgitta, Nadja og Símon Elías

  • 4x50m fjórsund – Vala Dís, Birgitta, Nadja og Jóhanna Elín

Bestu afrek mótsins:

Bæði Snorri Dagur Einarsson og Birgitta Ingólfsdóttir voru valin fyrir bestu afrek mótsins, bæði 100m bringusund.

SH-sundmenn á leið á EM25

8 sundmenn frá SH náðu lágmarki á EM25, sem fram fer í desember í Póllandi:

  • Snorri Dagur Einarsson

  • Birnir Freyr Hálfdánarsson

  • Símon Elías Statkevicius

  • Vala Dís Cicero

  • Birgitta Ingólfsdóttir

  • Jóhanna Elín Guðmundsdóttir

  • Ýmir Chatenay Sölvason

  • Hólmar Grétarsson

SH óskar öllum sínum sundmönnum, þjálfurum og aðstandendum innilega til hamingju með frábært mót!

 
 

Recent Posts

See All
Cube-mót SH lauk með 12 ný mótsmet

CUBE-Mót SH lauk á sunnudag um hádegisbil í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Á mótinu náðist góður árangur, lágmörk fyrir EM, NM og ÍM. 260 sundmenn frá 13 félögum komu saman á mótinu. Bestu árangar og stig

 
 
bottom of page