top of page

Sundskóli SH

0-5. Stig.

0. Stig

Fyrir: 2-4 ára

Sundnámskeið: 103, 104

Fyrsta námskeiðið okkar fyrir þau yngstu, með foreldra ofan í lauginni. Foreldrar og barnið læra sama öryggi í vatninu. Leikir og sungið og haft gaman saman í lauginni.

Verð: 

Haustönn 33.800 kr. Vorönn: 41.000 kr. Árgjald: 73.800 kr. Meðal á mánuði: 8.200 kr 

 

1. Stig

Fyrir: 4-5 ára

Sundnámskeið: 101, 201, 401.

Fyrir byrjendur, leikir í vatninu. Læra undirstöðuatriði og öryggi í vatninu, læra fljóta, kafa og grunn sundtök með og án hjálpartækja.

Verð:

Haustönn: 58.600 kr. Vorönn: 72.000 kr. Árgjald: 129.600 kr. Meðal á mánuði 14.400kr.

2. Stig

Fyrir: 5-6 ára 

Sundnámskeið: 102, 202, 402

Framhaldskennsla frá 1. Stigi, leikir í vatninu. Fyrir byrjendur og lengra komna, læra undirstöðuatriði og öryggi í vatninu, læra grunn sundtök með og án hjálpartækja.

Verð:

Haustönn: 58.600 kr. Vorönn: 72.000 kr. Árgjald: 129.600 kr. Meðal á mánuði 14.400kr.

 

3. Stig

Fyrir: 6-8 ára

Hópar: Trúðfiskar, Sædrekar, Fiðrildafiskar, Gullfiskar

Framhaldsnámskeið frá 2. Stigi. leikir í vatninu. Fyrir vana byrjendur og lengra komna, læra undirstöðuatriði og öryggi í vatninu, læra grunn sundtök með og án hjálpartækja. Læra grunn að skrið og baksundi, aðrar sundaðferðir kynntar til sögunar. Farið í djúpu laugina við tækifæri.

Verð:

Haustönn: 58.600 kr. Vorönn: 72.000 kr. Árgjald: 129.600 kr. Meðal á mánuði 14.400kr.
 

4. Stig

Fyrir: 6-8 ára

Fyrir lengra komna, fyrsta stig í djúpu. Þurfa geta bjargað sér í djúpu heila ferð með eða án hjálpartækja á maganum og eða bakinu. Haldið áfram að læra grunn sundtök í skrið og bak, aðrar sundaðferðir kynntar. Notast við hjálpartæki eins og kork, núðlur froskalappir og fleira.

Hópar: Kópar, Mörgæsir, Otrar, Sæljón

Verð:

Haustönn: 58.600 kr. Vorönn: 72.000 kr. Árgjald: 129.600 kr. Meðal á mánuði 14.400kr.

 

5. Stig

Fyrir: 8-11 ára

Hópar: Krossfiskar, Kolkrabbar, Selir.

Framhald af 4. Stigi, annað stig í djúpri laug. Læra betur skrið og bak, eiga geta synt heila ferð án hjálpar á maga og baki. Aðrar sundaðferðir kynntar til sögunar, grunnur að bringusundi og flugsundi, grunnur að stungum og snúningum. Í lok á þessu stigi gætu þau tekið þátt í sínu fyrsta æfingar sundmóti.

Verð:

Haustönn: 65.000 kr. Vorönn: 80.000 kr. Árgjald: 144.000 kr. Meðal á mánuði 16.000 kr.

Anchor 1

ÆFINGAR OG KEPPNIS HÓPAR SH

Háhyrningar

Fyrir 9-13 ára.

Fyrsti æfingahópur SH. Læra að æfa, sundæfingar lengjast með aukinni áherslu á tækni og þau fara synda lengra í einu. Þurfa að hafa góð tök á þrem eða fleiri sundaðferðum, geta gert stungur og snúninga. Þau fara á sín fyrstu mót og læra að keppa á minni mótum.

Verð:

Haustönn: 75.000 kr. Vorönn: 105.000 kr. Árgjald: 175.000 kr. Meðal á mánuði: 17.500 kr.

 

Höfrungar

Fyrir 10-14 ára

Fyrsti keppnis hópur SH. Æfingarálag eykst og æfingar lengjast, þau synda lengri vegalengdir. Undirbúningur að keppa á mótum yfir tímabilið. Nú er lögð áhersla að keppa og fá tíma í sem flestum sundgreinum. Persónulegur árangur og framfarir er í fyrirrúmi, hver og einn er að æfa til að betrumbæta sinn persónulega árangur og tækni í sundi.

Verð:

Árgjald: 228.000 kr. Meðal á mánuði: 19.000 kr

 

Sverðfiskar

Fyrir 11 ára og eldri.

Annar keppnishópur SH. Æfingarálag eykst enfrekar, æfingar lengjast og fjölgar, þau synda lengri og strangari vegalengdir. Undirbúningur að keppa á mótum yfir tímabilið. Nú er lögð áhersla að keppa og fá tíma í sem flestum sundgreinum. Persónulegur árangur og framfarir er í fyrirrúmi, hver og einn er að æfa til að betrumbæta sinn persónulega árangur og tækni í sundi. Keppst er um að ná lágmörkum á mót, komast í úrslit, verðlaunapall, sigra og komast í unglingalandsliðshópa.

Verð:

Árgjald 246.000 kr. Meðal á mánuði: 20.500 kr.

AFREKSHÓPUR

Megalodonar/ Marlínar/ Hákarlar
Fyrir 13 ára og eldri.
Er fyrir þá sundmenn sem nú þegar hafa náð góðum árangri í sundi í yngri flokkum. Sundmenn hafa áralanga reynslu af æfingum og keppni og eru tilbúnir að leggja hart að sér til að ná markmiðum sínum. Æfingarálag og keppnisálag er í hámarki. Keppst er að því að vinna til verðlauna og komast í landsliðsverkefni. Efsti draumur hjá öllum er að komast á Ólympíuleika í sundi, við hjá SH höfum alið af okkur þó nokkra Ólympíufara og erum engu nærri því að vera hætt. Hér hjá okkur erum við með nokkra af efnilegasta sundfólki landsinns.
Verð:
Árgjald 262.800 kr. Meðal á mánuði 21.900 kr.

Önnur þjónusta SH

Sundknattleikur

Fyrir 14 ára og eldri

Fyrir alla sem hafa áhuga á bolta íþróttum og sundi. Það þarf ekki að vera afbragðs sundmaður til að byrja í sundknattleik. Við kennum þér grunnatriði í sundi og meðhöndlun á knettinum. Lykilatriðið er að allir geti komið og haft gaman saman í hópíþrótt í sundi. 

Ársgjald 29.000 kr.

 

 

Þríþraut - 3SH

Fyrir allan aldur

SH hefur stundað þríþraut um árabil. SH hefur séð um sundþjálfunina fyrir 3SH sem er systurlið SH. Skipulagðar sundæfingar þrisvar í viku kl 06:00 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. 3SH sér svo um hlaupa og hjóla æfingar og skipulagningar á mótum.

Nánar um verð og skráningar hér:

Garpar

Fyrir 20 ára og eldri

Garpar er frábær hópur fólks sem elskar að synda. Æfingar tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl 20:00-21:00 í Ásvallalaug. 

Æfingargjöld 29.000 kr.

 

Skriðsundsnámskeið SH

Skriðsundnámskeið SH er fyrir þá sem vilja læra skriðsund eða bæta sundtækni. Einnig er farið yfir grunntækni í bringu og baksundi. Margir sem koma á skriðsundsnámskeið færa sig svo yfir í Garpana. Skriðsundsnámskeið er frábært fyrir alla þá sem vilja nýta sér sundlaugar landsins sér til heilsubótar og vilja bæta sjálfsöryggið sitt í lauginni. Margir koma til að styrkja tæknina sína fyrir inntökupróf í Lögguna og Slökkviliðið eða íþróttafærði. Einnig koma margir á skriðsundsnámskeið sem ætla sér að byrja í þríþraut en þurfa að bæta sundfærni áður en þeir geta farið að stunda sundæfingar. Heilt yfir er þetta frábært námskeið sem hefur fengið mikið lof frá þeim sem hafa klárað það.

25.000 kr. fyrir hvert námskeið ( 8 skipti )

bottom of page