Hvaš eru Garpar?


Garpar eru þeir sem synda undir merkjum sundfélaga og eru eldri en 25 ára, sambærilegt við öldunga í öðrum íþróttagreinum. Oft eru þetta gamlir sundmenn sem vilja halda sér í þjálfun eða að byrja aftur eftir áralanga hvíld. Aðrir eru að byrja að synda og vilja gera það undir handleiðslu þjálfara.

Hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) er öflugur hópur Garpa sem er með æfingar tvisvar í viku í Ásvallalaug, þ.e. á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 19.45. Allir eru velkomnir á æfingar, þó er æskilegt að geta synt eitthvað skriðsund, ekki vera alveg ósyndur. Skipt er niður á brautir eftir getu, þannig að þeir sem eru byrjendur lenda ekki með þeim sem eru lengra komnir. Með því að vera með lærum við að synda rétt í góðum félagsskap!

Íslandsmót garpa er haldið einu sinni á ári en garpar taka þátt í fleiri mótum. Bent skal á að þátttaka í mótum er hverjum og einum í sjálfsvald sett.

Þjálfara garpanna er Davíð Jónatansson.

Árgjald í Garpa er 18.000 krónur og gildir frá september til september. Kortið gildir einnig í sundlaugar Hafnarfjarðar hvenær sem er. Nánari upplýsingar um kort gefur Karl Georg Klein, sími 895 7474, netfang garpar@sh.is .

Garpar eru með reikning í Arionbanka. Standa skal að greiðslu þannig:

a) Ef greitt er í banka verður að fara með kvittun eða afrit af kvittun í Sundhöll Hafnarfjarðar ásamt mynd.
Við endurnýjun á korti þarf ekki mynd.
b) Ef greitt er í heimabanka skal senda kvittum/staðfestingu í tölvupósti, garpar@sh.is. Setja skal "Árgjald" í skýringu. Einnig er hægt að senda mynd á sama netfang.
c) Þegar kortið er tilbúið er það afhent í afgreiðslunni í Ásvallalaug.
d) Taka skal fram nafn og kennitölu.

Reikningurinn er:
Banki HB Númer
0327 13 711100
Kennitala
6402692789

 

Heimasíða Garpa hjá SSÍ