Íslandsmeistaramót 12.-14. nóvember 2021 09.11.2021
ÍM25 hefst næstkomandi föstudag með upphitun kl 8:00 í Ásvallalaug í Hafnarfirði.


- Keppninni verður streymt í beinni útsendingu á you tube og tenglar verða birtir á réttum tíma á öllum helstu síðum

Mót verður haldið frá föstudag til sunnudagur, 12.-14.11.2021 í Ásvallalaug

fyrir hádegis:  kl. 09.30-11.30  undanrásir
eftur hádegis: kl. 16.30-18.30  úrslit

Og hér eru siðustu upplýsingar frá SSÍ um mótið:

Kæru félagar

ÍM25 hefst næstkomandi föstudag með upphitun kl 8:00 í Ásvallalaug í Hafnarfirði.

SSÍ bíður eftir að ný reglugerð frá Heilbrigiðsráðuneytinu verði gefin út og að nýtt sniðmát um reglur vegna æfinga og keppni taki gildi.

Við höfum reyndar fengið þær upplýsingar að samkomutakmarkanir fari niður í 500 manns og grímuskylda gildi hjá áhorfendum á íþróttaviðburðum.

Í því ljósi hefur SSÍ tekið þá ákvörðun að skylda ekki þátttakendur um að fara í hraðpróf en mælumst þó til þess í ljósi aðstæðna.  

Við mælumst einnig með því að sundfólk haldi sig hjá sínum félögum á laugarbakkanum og séu ekki á gangi í áhorfendastúku.

Við viljum við leggja áherslu á að þjálfarar félaga fylgist vel með sínu sundfólki og ef minnsti grunur vaknar um að einstaklingur sé veikur þá sjá til þess að viðkomandi fari í test (pcr) eða mæti ekki á mótið.

SSÍ hefur einnig, í ljósi aðstæðna, sem upp eru nú í þjóðfélaginu ákveðið að fresta uppskeruhátíð um óákveðin tíma.

Af gefnu tilefni þá langar okkur einnig að minna á að í febrúar sl. var samþykkt ný reglugerð vegna íslandsmóta þar sem gerð var sú breyting að 400m sundin verða einnig í undanrásum, þ.e.a.s þau eru ekki í beinum úrslitum.

Loks viljum við minna á að það er mjög mikilvægt til að mótið fari fram með sem öruggustum hætti og að allir hugi afar vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum.

Við áskilum okkur rétt til að breyta reglum varðandi mótið með stuttum fyrirvara ef ný reglugerð gerir kröfur um annað en það sem fram hefur komið í þessum pósti

 

Góðar kveðjur / Best regards

Ingibjörg Helga Arnardóttir

Framkvæmdastjóri Sundsambands Íslands