Įsvallamót 2021 - Skipulagiš ķ kringum sóttvarnarašgerši veršur eftirfarandi. 18.03.2021

Keppendur - 

Almennar reglur – bæði kyn:

Gengið inn um aðal inngang.
Salerni eru í búningsklefum (ekki nota salerni á sundlaugarbakka)

Notum sama sætið á biðsvæði út hlutann -  notum grímur nema meðan við sitjum í sætinu.
Riðlaherbergi er við litlu laugina -  grímur skal nota í riðlaherbergi.
Notum grímur þegar við göngum á milli svæða -  og munum að spritta reglulega.

 

Stelpur
Í upphitun:

Ganga stelpur til hægri þegar þær koma úr búningsklefanum - 
Hita upp á brautum 0-4  og geta gert bakka upphitun a bakkanum þeim megin við laugina (við vegginn) -  eða uppi á áhorfendapöllum.

Í keppni:
Biðsvæði er á áhorfendapöllum -  gengið upp á þá annað hvort upp stigann sem er rétt við tæknibúrið eða upp stigann sem er í herberginu sem er venjulega notað sem riðlaherbergi.
Best er að halda sig við sama sætið út hlutann – ekki vera að skipta um sæti.
 – vinsamlega notið grímur þegar farið er til og frá biðsvæði -   Má taka grímuna af þegar þið eruð sest. -

Riðlaherbergi er a bakkanum við litlu laugina – verum með grímur í riðlaherbergi.

Synt er niður í litlu lauginni og viljum við biðja kynin að reyna eftir fremsta megni að vera ekki á sama tíma að synda niður -  Stelpur synda niður meðan strákar keppa og öfugt.

 

Strákar
Í upphitun:

Ganga strákar til vinstri þegar komið er úr búningsklefanum
Hita upp á brautum 5-9 og geta gert bakka upphitun á bakkanum þeim megin við laugina -  sömu megin og litla laugin og heitum pottarnir. -  Má nota allt það svæði.

Í keppni:
Biðsvæði er á sundlaugarbakkanum milli laugar og heitra potta.
Best er að halda sig við sama sætið út hlutann – ekki vera að skipta um sæti.
 Vinsamlega notið grímur þegar farið er til og frá biðsvæði -   Má taka grímuna af þegar þið eruð sest.

Riðlaherbergi er a bakkanum við litlu laugina – verum með grímur í riðlaherbergi.

Synt er niður í litlu lauginni og viljum við biðja kynin að reyna eftir fremsta megni að vera ekki á sama tíma að synda niður -  Stelpur synda niður meðan strákar keppa og öfugt.

 

Þjálfarar:

Koma inn um aðal inngang og ganga beint á sitt svæði.

Stólar  verða við sundlaugarbakkann við fjar enda laugarinnar fyrir neðan áhorfendapalla fyrir þjálfara – þar ættu þjálfarar að geta talað við sína keppendur -  passa þarf vel upp á 2 m reglu og vera með grímur.   Bönd verða í kring til að skilgreina svæði þjálfara og keppendur eiga ekki að koma inn fyrir þau bönd – bara að þeim.

Þjálfarar nota salerni á sundlaugarbakka.
Ef einhver þjálfari vill vera á biðsvæði stelpna þá er það hægt -  en þá má ekki flakka á milli heldur þarf að halda sig þar.  -  fjöldi stráka sem eru fæddir 2004 og fyrr leifir ekki að þjálfarar séu á því svæði.

 

Verðlaunapengingar verða eins og áður settir í hólf við tæknibúr -  Komið verður með verðlaunapeningana til þjálfara hvers liðs í lok hvers mótshluta.

Ef einhver fer fyrr af svæðinu getur viðkomandi komið við og sótt peningana í hólfið – en vera þá með grímu.

 

 

Yfirlit.
Svæðin í húsinu veða fimm talsins

Svæði 1 – Tæknibúr (notar salerni hjá starfsmönnum)
Svæði 2 – Veislusalur  aðsetur dómara sem geta notað salernið við veislusal auk aðstöðu í Ásmeginn
Svæði 3 – Áhorfendapallar - Biðsvæði fyrir stelpur
Svæði 4 – Sundlaugarbakki milli stóru laugar og litlu laugar/heitra potta -  Biðsvæði fyrir stráka
Svæði 5 – Í kringum stóru laug, riðlaherbergi og litla laug-   Keppnissvæði.

 

Í raun mætti svo segja að búningsklefarnir séu svæði 6 og 7 –

ATHUGIÐ

Linkar fyrir beint streymi verða settir inn á facebook síðu Sundfélags Hafnarfjarðar

Endilega látið ykkar fólk vita af því svo foreldrar og aðrir geti fylgst með