Anton Sveinn íþróttakarl Hafnarfjarðar 2020 30.12.2020
Þriðjudaginn 29. desember 2020 fór fram árleg Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar. Í ár var hún rafræn í beinu streymi á miðlum Hafnarfjarðarbæjar. Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var kjörinn íþróttakarl Hafnarfjarðar.
Aðildarfélög ÍBH áttu 344 Íslandsmeistara 2020, 27 hjá SH.
Tuttugu afreksmenn voru tilnefndir til kjörs á íþróttakarli Hafnarfjarðar og íþróttakonu Hafnarfjarðar, 3 frá SH:
Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði / Sundfélagi Hafnarfjarðar, Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar
Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var kjörinn íþróttakarl Hafnarfjarðar 2020. Hann er sundkarl Sundfélags Hafnarfjarðar og sundkarl Sundsambands Íslands 2020. Hann varð margfaldur Íslandsmeistari á árinu. Hann setti þrjú Íslandsmet sem voru einnig ný Norðurlandamet í 200m og 100m bringusundi. Hann er í 3. sæti í Evrópu í 200m bringusundi og í 3. sæti á heimslistanum. Í 100m bringusundi er hann í 4. sæti í Evrópu og 6. sæti á heimslistanum. Hann er hluti af liði sem keppir í ISL (International Swim League) sem er ný og fyrsta atvinnumótaröðin í sundi í heiminum. Var búinn að vinna sér inn þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu í sundi sem átti að fara fram í maí í Búdapest en var frestað til 2021. Er búinn að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.