Fréttir fyrir Suðurbæjarlaug hópa og sundskóla 09.12.2020

Komið sæl og blessuð

Næst komandi fimmtudag þá verða sundlaugarnar opnar aftur fyrir almenning. Þá fer sundkennslan okkar aftur í sitt gamla form, þar að segja foreldrar geta fylgt börnunum sínum aftur í gegnum klefann eins og áður og við verðum því ekki með aðstoðarfólk á okkar vegum fyrir sundnámskeiðin.

Suðurbæjarlaug verður loksinns tekinn aftur í notkun hjá okkur, Allir þeir hópar sem eru skráðir þar færast í Suðurbæjarlaug frá og með 10. Desember það verða sömu æfingatímar og þau hafa verið með síðustu viku.

Áhorfendur eru ekki leyfðir í húsinu svo þeir sem eru að sækja eða bíða eftir barninu á æfingu þurfa að stoppa stutt við í lauginni. Síðasta æfing fyrir jól verður 18. Desember hjá sundskóla SH og hefjast aftur 4. Janúar.

Jólamót og Jólasýning verður ekki með hefðbundnu sniði eins og hún hefur verið eins og síðastliðin ár og verður auglýst síðar.

 

Við ætlum að hafa opnar æfingar fyrir alla hópa yfir hátíðirnar allir mega koma og það þarf ekki að skrá sig sérstaklega bara mæta með sínum hóp. Æfingar verða meira í leikjum og aðal áhersla á að hafa gaman saman í sundi.

Sjá hér hvernig æfingar verða yfir hátíðarnar:

Sædrekar, Trúðfiskar, Gullfiskar, Fíðrildrafiskar                  kl. 14.00-14.45

Krossfiskar, Kolkrabbar, Selir, Otrar, Sæljón                        kl. 15.00-15.45

Sundnámskeið 101.102.201.202.401.402                            kl. 16.00-16.45

Háhyrningar (Klaus/Róbert/Mladen)                                    kl. 14.30-16.00

 

Höfrungar/Sverðfiskar/Hákarlar æfa eftir sinni venjulegu stundatöflu 2x á dag.

 

Dagarnar sem við verðum með opnar æfingar.

Mánudagur        21.12.2020

Þriðjudagur        22.12.2020

Miðvikudagur   23.12.2020

 

Mánudagur        28.12.2020

Þriðjudagur        29.12.2020

Miðvikudagur   30.12.2020