Ęfingar hefjast aftur 18. Nóvember 16.11.2020

Það gleður okkur að tilkynna að við munum hefja æfingar aftur að nýju á miðvikudaginn 18. Nóvember. Æfingar verða fyrir börn og unglinga. Fullorðnir þurfa en að bíða eftir að fara á stað.

Fyrirkomulagið verður það sama og við vorum með þegar við fórum aftur á stað í apríl síðastliðin. Laugin er lokuð almenning og foreldar geta ekki verið viðstaddir æfingar. Heldur skutla og sækja börnin. Ef foreldrar þurfa að fylgja börnum inn í afgreiðslu eru þau beðin um að stoppa eins stutt og mögulegt er þar sem samkomutakmarkanir um 10 fullorðna einstaklinga gildir í Ásvallalaug einnig. Fyrir þau yngstu sundnámskeið 101, 102, 201, 202, 401, 402 verðum við með aðstoð í klefa. Við ætlum að fá unglinga úr höfrungum og sverðfiskum til að aðstoða námskeiðin í klefunum.

Aðrir hópar þurfa að stóla á að geta komið sér sjálf í gegnum klefann klæða sig úr og í sjálf og fara í sturtu, starfsmenn laugar geta kveikt á sturtum. Ef einhver sem tilheyrir eldri hóp en treystir sér ekki sjálf/úr í gegnum klefann án aðstoðar þá er í boði að mæta með einhverju af námskeiðunum sem ég nefndi hér að ofan. Starfsmenn laugarinnar verða auðvitað til staðar en þeir sinna öryggisgæslu á laugarsvæði og í klefum en ekki er ætlast til þess að þeir aðstoði börn við að klæðasig.

Yngsti hópurinn fyrir börn og foreldra verður því miður að bíða lengur þar sem takmarkanir fullorðna gildir enn.