Tilkynning frá stjórn SH 22.10.2020

 

22. Október 2020

 

Kæru sundforeldrar og sundmenn.

Við viljum byrja á því að þakka ykkur fyrir alla þolinmæðina og skilninginn sem þið hafið sýnt á þessum fordæmalausum tímum. Við í SH , SSÍ og ÍSÍ höfum verið að reyna að leita leiða til að fá að halda úti sundæfingum en eins og þið öll vitið hafa laugar nú verið lokaðar í rúmar 2 vikur. 

Í gærkvöldi (21.okt)  fékkst staðfesting á því að nú megi hefja æfingar hjá þeim sem eru eldri en 16 ára (fæddir 2004 og fyrr).  Útfærslur á því verða unnar í fullri samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og sóttvarnaryfirvöld.  – Hámark 20 á æfingu og gott bil á milli sundmanna o.s.frv.  Nánari upplýsingar um æfingartíma verða sendar til sundmanna um leið og þær liggja fyrir.

Haldið verður áfram að athuga með möguleika á því að yngri sundmenn fái einhvern aðgang að laug en við förum eftir þeim leiðbeiningum og leyfum sem yfirvöld gefa.

Þó að æfingar falli tímabundið niður þarf sundfélagið að standa straum af ýmsum kostnaði. Æfingagjöld eru einu tekjurnar sem sundfélagið hefur og viljum við biðla til þeirra foreldra sem tök hafa á að borga æfingagjöld þó engar æfingar eigi sér stað. Þó iðkendur mæti ekki í sundlaugina eru þjálfarar að útbúa prógrömm og sinna ýmsum störfum í þágu félagsins/iðkenda. Æfingar byrja svo aftur að fullu um leið og leyfi verður veitt.

Við vonumst til að geta framlengt sundtímabilið að þessu sinni og æfa þá mögulega lengur fram í jólafríi eða eitthvað þannig  til að koma til móts við það sem hefur tapast.

Ef þið hafið frekari spurningar þá endilega setjið ykkur í samband við Davíð eða Klaus með því að senda tölvupóst á [email protected] eða í síma 5556830.

 

Stjórn Sundfélags Hafnarfjarðar