Ęfingar halda įfram meš óbreyttu 05.10.2020

Æfingar munu fara fram með óbreyttu sniði eins og þær hafa gert síðastliðnar vikur. Börn fædd 2005 og yngri eru undanþegin þegar kemur að skipulögðu starfi. Foreldrar sem fylgja börnum sínum á æfingar geta áfram gert það en eru beðnir um að halda eins metra fjarlægð milli síns og aðra fullorðna í lauginni, bíða svo uppi í áhorfendastúku, frammi í afgreiðslu eða jafnvel skreppa frá í 20-30 mín meðan æfing stendur yfir ef að það er kostur.

Annars minnum við ykkur líka að hafa í huga almennt þegar þið mætið á æfingar eða sendið börnin ykkar að fylgja eftirfarandi:


Við viljum því minna á að sundmenn eiga ekki að mæta á æfingu ef þeir:

Eru í sóttkví, einangrun eða bíða niðurstöðu sýnatöku

Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift

- Eru með flensueinkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverki, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.). Miðað er við að sundmenn skuli vera hitalausir a.m.k. einn sólarhring áður en þeir snúa aftur til æfinga ef veikindi stafa af öðru en COVID-19

- Við minnum enn og aftur á persónulegar sóttvarnir s.s. handþvott, sprittun og nándarmörk

Við gerum þetta öll saman og stöndum sterk sem heild.
Við erum öll almannavarnir - við erum öll SH