Skrįning hafin fyrir sundįriš 2020-21 27.07.2020

Komið Sæl og blessuð kæru SH-ingar


Skráning er hafin á sundárið 2020-21. Skráning fer nú eingöngu fram á www.sh.felog.is.

 Við ætlum að vera virkari á mínum síðum í vetur og ætlumst til að allir nái í forritið Nóri iðkandi, þið náið í það í appþjónustu ykkar síma. Á appinu tilkynnið þið svo fjarveru eða aðrar tilkynningar til þjálfara. Þjálfari mun einnig nota appið til að hafa samskipti við forráðamenn.


Ef að þið náið ekki að skrá í gegnum mínar síður þá er hægt að senda okkur tölvupóst á skrifstofa@sh.is og við aðstoðum ykkur við skráningu. Þá þurfum við að fá kennitölu á þeim sem á að skrá og kennitölu greiðanda. Ef það er skráð í gegnum tölvupóst þá er eingöngu hægt að skrá greiðsluseðil og hver greiðsluseðill er 290. Kr. þetta er aukagjald sem greiðslumiðlun tekur fyrir að senda greiðsluseðil. Ef þið viljið stjórna greiðslum á annan hátt þarf að skrá sjálf í gegnum mínar síður.


 


Nóri appið:


Apple:


Android: