Ásvallamót er lokið 15.03.2020

Ásvallamóti SH lauk á sunnudag um hádegisbil í Ásvallalaug í Hafnarfirði.  Á mótinu náðist góður árangur, aldursflokkamet, mótsmet og lágmörk fyrir Evrópumeistaramót, Evrópumeistaramót unglinga og Norðurlandamót æskunnar og hellingur af Personal Best tímum hjá upprennandi og efnilegum sundmönnum.


210 sundmenn frá 11 félögum komu saman á mótinu við frekar sérstakar aðstæður þar sem samkomubann tók jú gildi á sunnudagskvöld.
Farið var eftir ráðleggingum almannavarna eftir fremsta megni og líklega gengið lengra.  Aukið rými var fyrir sundmenn, allir helstu snerti fletir voru hreinsaðir oft á meðan mótinu stóð, sprittbrúsar og einnota hanskar voru víða, lokað og hreinsað rými var fyrir dómara o.fl.

En aftur að sundmönnum:

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (SH) náði aftur lágmarki fyrir Evrópumeistaramót í Budapest í 50m skriðsundi, sem verður (vonandi) haldið í maí.

Patrik Viggo Vilbergsson og Kristín Helga Hákonardóttir (Sunddeild Breiðabliks) náðu lágmörkum fyrir Evrópumeistaramót Unglinga, sem stefnt er að að halda í  Aberdeen í júlí.

Birnir Freyr Hálfdánarsson (SH) setti nýtt Íslandsmet í drengjaflokki í 50m flugsundi,   hann synti  á 00.26.87.

Freyja Birkisdóttir (Sunddeild Breiðabliks) setti nýtt Íslandsmet í telpnaflokki í 800m skriðsundi, hún synti  á 9.20.66.

Besti árangur og stiga hæstu sundmennirnir voru Steingerður Hauksdóttir (SH) í 50m baksund á 0.29.49 (765 stig) og Patrik Viggó Vilbergsson (Sunddeild Breiðabliks) í 1500m skriðsund á 16.08.55 (727 stig).

11 sundmenn náðu lágmörkum fyrir Norðurlandameistaramótið Æskunnar (NÆM), sem verður haldið í Litháen í júlí:
Freyja Birkisdóttir, Breiðablik, 400m skrið, 400m fjór, 800m skrið
Fannar Snævar Hauksson, ÍRB, 100m flug
Eva Margrét Falsdóttir, ÍRB, 200m bringa, 400m fjór
Daði Björnsson, SH, 100m bringa
Snorri Dagur Einarsson, SH, 100m bringa
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, ÍA, 50m skrið
Veigar Hrafn Sigþórsson, SH, 400m fjór
Guðmundur Karl Karlsson, Breiðablik, 200m skrið
Birnir Freyr Hálfdánarsson, SH, 100m bak
Dagbjörg Hlíf Ólafsdóttir, SH, 50m skrið
Vigdís Tinna Hauksdóttir, Breiðablik, 100m flug

4 Mótsmet voru sett:

Patrik Viggó Vilbergsson, Breiðablik, 1500m skrið, 800m skrið
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, 100m skrið, 100m flug