EM fer vel af stað 18.08.2014

Mjög góð byrjun á Evrópumeistaramótinu hjá Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur sem hóf keppni í morgun.

Hún synti 50m flugsund í undanrásum á fyrsta keppnisdegi mótsins.

Tími Ingibjargar var 28,12 og bætti hún þar með skráningartímann sinn um hálfa sekúndu.

Besti tíminn hennar er frá 2013 og er aðeins 9 sekúndubrotum hraðari en tíminn sem hún synti nú í morgun.

Þetta er því frábær byrjun á mótinu og lofar góðu fyrir framhaldið !

Hrafnhildur hefur svo leik á morgun þegar hún stingur sér til sunds í 100m bringusundi.