Sumarsund fyrir hressa krakka! Sumarið 2024

Sundnámskeið og sundleikur fyrir börn frá 4-5, 5-6, 6-7, og 6-9 ára og eldri

10 skipta námskeið á virkum dögum. 40 mín sundkennsla í senn. Mætin 10 mín fyrir tímann. Kennt fyrir og eftir hádegi. Kennsla fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði í grunnu lauginni sem er 90 – 100 cm djúp. Eldri hópar og vanir fá að prufa synda í djúpu líka. Ekki er notast við armkúta eða sundbelti. Kennslubúnaður er aðalega flotnúðlur og korkur til að hjálpa við sundtækni og flot svo annar búnaður eins og hringir til að kafa eftir og fleira. Barn þarf að koma sjálft með sundföt, handklæði og sundgleraugu. Við seljum bæði sundföt, gleraugu, handklæði og fatnað á sanngjörnu verði á staðnum fyrir þá sem vantar.

 Verð fyrir 10 skipta námskeið: 11.990 kr.

Skráning á: https://www.abler.io/shop/sh

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband með tölvupóst á [email protected] eða í síma: 555-6830

Tímabil í boði

  • 8. júl til 19. Júl        
  • 22. júl til 2. ágú

Lýsing á námskeiðinu

Sundnámskeið og sundleikir fyrir börn frá 4-9 ára. Námskeiðin eru vel skipulögð og hafa hlotið mikillar velgengni. Við erum svo heppin að vera í samstarfi við Vinnuskóla Hafnarfjarðar og höfum því traustan og góðan hóp af krökkum sem aðstoðarmenn okkar.  Námskeiðið er skipulagt þannig börnin sem eru skráð á námskeiðið koma með foreldrum í anddyri laugar, þar tökum við börnunum með aðstoðarmönnum okkar sem fylgja krökkunum í gegnum klefann og að lauginni. Við byrjum öll námskeið að fá krakkana í röð og lesum upp þau sem eru mætt Þegar búið er að lesa upp ganga börnin í röð með aðstoðarmönnum inn í klefa þar sem við kennum hvernig að fara í gegnum klefana sjálf. Svo er gengið inn í laug þar tekur við kennari á bakka og aðrir aðstoðarmenn sem eru í lauginni. 

Kennslan er um 40 mínútur. Þegar námskeiði er lokið taka aðstoðarmenn okkar aftur við börnunum og við fylgjum þeim aftur til baka aftur í gegnum klefann og foreldrar taka við þeim svo í anddyri laugarinnar.

Sundkennslan leggur  áherslu á öryggi og vellíðan í vatninu, grunntækni í skriðsundi og baksundi og leikir. Ef vel gengur er svo hægt að kynna önnur sund fyrir börnunum. Í lok námskeið sjáum við miklar framfarir á hópunum oftar en ekki þá er hópurinn orðinn það öruggur í vatninu að þau geta bjargað sér 8. metra eða lengra á maganum og eða bakinu. Börn sem klára sumarsund hjá okkur er því vel í stakk búin til að hefja fyrsta skólaárið sitt í skólasundi.


Hópa og aldurskipting:

4-5 ára í grunnri laug:
 Áhersla á öryggi og vellíðan í vatni. Kennsla fer fram með leikjum, læra sundtök til að synda á kvið og bak með eða án hjálpar. Mikið notast við hjálpartæki við sundtökin
 
5-6 ára í grunnri laug:
Áhersla á öryggi og vellíðan í vatni. Kennsla fer fram með leikjum, læra sundtök til að synda á kvið og bak með eða án hjálpar. Notast við hjálpartæki við sundtökin í samblandi að bjarga sér sjálf á hjálpartækja.

6-8 ára í grunnri og stundum djúpa:

 Áhersla á öryggi og vellíðan í vatni. Kennsla fer fram með leikjum, læra sundtök til að synda á kvið og bak með eða án hjálpar. Notast eitthvað við hjálpartæki við sundtökin í samblandi að bjarga sér sjálf án hjálpartækja. Þegar öryggið er orðið nægilegt er farið í djúpu með þá sem eru komnir með kjarkinn til.

Framhalds og fyrir vana námskeið og hópar
Fyrir börn sem eru örugg í vatni og líða vel, æskilegt að hafa verið á námskeiðum áður eða hafa verið mjög dugleg sjálf í sundi með fjölskyldu áður.


Framhalds og fyrir vana námskeið 4-6 ára í grunnri laug:
Börn sem er örugg og líða vel í vatninu læra að grunn tækni í skrið og baksundi, ef vel gengur fleiri sundaðferðum. Lært að synda með og án hjálpartækja. Kennsla fer fram með leikjum.

Framhalds og fyrir vana hópar 6-9 ára í grunnri laug:
Fyrir börn sem eru örugg og líða vel í vatninu. Læra grunn tækni í skrið og baksundi og fleiri sundaðfir. Þau læra að synda með og án hjálpartækja. Kennsla fer fram með leikjum.



 

Smelltu hér til að skrá barnið þitt

Ef þú ert ekki viss um hvaða hóp þú átt að velja senda vinsamlegast tölvupóst á [email protected].
Námskeiðin verða undir stjórn þjálfara okkar, ásamt leiðbeinendum úr afrekshópum SH.

Upplýsingar eru veittar á skrifstofu SH með tölvupóst á [email protected] eða í síma: 555-6830


Gengið er frá greiðslu við skráningu í gegnum https://www.abler.io/shop/sh með kredit korti. Þeir sem ekki geta skráð í gegnum sportabler skrá í gegnum tölvupóst eða síma þá er gengið frá greiðslu fyrir fyrsta tíma með korti eða staðgreiðslu, eða millifæra fyrir fyrsta tíma.
Reikning : 0327-26-022345, kennitala 640269-2789 Muna að setja setja nafn barns í skýringu.