Árið eftir stofnaði Gísli Sigurðsson Sundfélag Hafnarfjarðar, og næstu tvö árin eru það FH og Sundfélagið, sem senda þátttakendur til mótsins. – FH-ingar báru bæði árin sigur af hólmi og unnu flestar greinar mótsins. 1945 varð Þorgerður Gísladóttir aftur Sunddrottning Hafnarfjarðar og Gunnar Þórðarson, sundkóngur Hafnarfjarðar. – Árið 1946 vinna FH-ingarnir, Sigrún Sigurbjörnsdóttir sunddrottningarnafnið en Björn Eiríksson sundkóngsnafnið.
Eftir 1946 fellur Sundmót Hafnarfjarðar niður í nokkur ár, og varð það til þess að FH hætti að æfa sund, enda stór efi á, að eðilegt sé að tvö sundfélög séu starfandi í bænum.
Þessi þrjú ár, sem FH sendi keppendur til Sundmóts Hafnarfjarðar, verða þá ávallt minnisstæð þeim, er tóku þátt í þeim, því að keppnin var mikil og hörð – og stolt hvers FH-ings að vera með FH-merkið í sundfötum sínum.
Erlingur Kristensson skráði 12. október 2008
|