Karl Georg Klein endurkjörinn formašur 14.03.2024

Aðalfundur Sundfélags Hafnarfjarðar var haldinn þriðjudaginn, 12. mars 2024.

Helstu niðurstöður fundarins urðu þær að Karl Georg Klein var endurkjörinn formaður félagsins og og allir stjórnarmenn halda áfram.

Andrea Helga Sigurðardóttir, Einar Þór Sigurjónsson, Fríða Kristín Jóhannesdóttir, Pálmey Magnúsdóttir, Jón Víðar Magnússon og Tómas Gísli Guðjónsson sitja áfram í stjórn.
Þá voru Guðjón Guðnason og Gísli Johnsen endurkjörinn skoðunarmanna.

Skýrsla stjórnar var kynnt og samþykkt. Reikningar félagsins voru birtir skömmu fyrir fundinn og voru samþykktir með fyrirvara um áritun skoðunarmanna.

Fundinn sóttu um 15 manns. Fundarstjóri var Kristín Pétursdóttir, fyrrverandi formaður SH, og ritari var Fríða Kristín Jóhannesdóttir..

Björn Sigurðsson, formaður SSÍ, og Aðalbjörg Óladóttir, stjórnarmaður í ÍBH, báru þeir kveðjur og bestu óskir um gott starf SH.