29.jan 2018        

Kæra foreldri


Okkur langar að nota tækifærið og fara aðeins yfir skipulag og uppsetningu móta í sundinu og eins að kynna hlutverk sem hægt er að bjóða aðstoða sína fram í.

Sundið er ólíkt sumum íþróttum að því leiti að mót eru keyrð áfram alfarið af sjálfboðaliðum og sjálfboðaliðarnir eru nánast allir úr foreldrahópnum.  Ef við foreldrarnir erum ekki dugleg að bjóða fram aðstoð þá verða einfaldlega engin sundmót.

Þegar SH heldur mót þá þarf SH að sjálfsögðu að sjá um að manna allar stöður, hvort sem um ræðir dómara, hlaupara eða  vakt í sjoppu.

Þegar Sundsamband Íslands (SSÍ) heldur mót  - sem eru t.d. Aldursflokkamót Íslands (AMÍ),  Bikarmót og Íslandsmeistaramót  þá þarf SH að leggja til sjálfboðaliða í hlutfalli við SH Þáttakendur.  Þar sem SH er stórt félag og þar af leiðandi yfirleitt með marga þátttakendur á SSÍ mótum þurfum við að sama skapi að leggja til marga sjálfboðaliða.

Yfirleitt er kallað eftir sjálfboðaliðum á facebook síðum and Sundsambandið setur líka stundum inn á sundsamband.is.

Öll viljum við styðja við börnin okkar í því sem þau eru að gera og þetta er frábær leið til að sýna stuðning í verki.

Við viljum biðja alla SH foreldra sem eru á facebook að „like-a“ SSÍ síðuna og láta bæta sér á SH síðuna

SH foreldrar eru hér
https://www.facebook.com/groups/201668843317982/?ref=bookmarks

Og SSÍ er hér

https://www.facebook.com/sundsamband/

 

Hér er kynning á helstu hlutverkum sem þarf að manna fyrir hvert mót.

Hlaupari.
Í þetta hlutverk þarf enga sérstaka þjálfun eða þekkingu.  Starfið felst í því að fara úr tæknibúri með útprentuð úrslit og hengja upp á vegg svo áhorfendur og keppendur geti séð úrslitin.  – þannig að eina sem þarf eru góðir skór og þolinmæði -
Sá sem tekur þetta hlutverk nær t.d. alveg að horfa á sundin á milli hlaupa.

 

Riðastjóri í riðlaherbergi.

Í þetta hlutverk þarf enga sérstaka þjálfun eða þekkingu (annað en að geta lesið). 
Riðlaherbergi er herbergið sem keppendur fara í áður en þeir fara inn á bakkann til að synda sínar greinar.  – Í riðlaherberginu er riðlastjóri með upplýsingar um hverjir eiga að keppa í hvaða grein, í hvaða riðli og á hvaða braut. - 
Riðlastjórinn þarf að raða keppendum niður og passa að senda þau út á bakka tímalega fyrir sitt sund.   Yfirdómari upplýsir á hverju móti um hvaða form hann vill hafa á því hvenær krakkarnir eiga að koma fram á bakkann,  en  það er aðeins misjafn eftir aðstöðu í laugum og stærð móta.
Það er mjög skemmtilegt að taka vakt í riðlaherbergi,  maður kynnist krökkunum á annan hátt og nær mögulega að tengja aðeins fleiri andlit við nöfnin, nú eða nöfn við andlitin.
Misjafnt er eftir sundlaugum hvort að riðlastjóri hafi yfirsýn yfir sundlaugina og geti fylgst með sundum – en ef riðlastjóri vill fá að skjótast frá til að horfa á sitt barn synda þá er alltaf hægt að verða við því með smá skipulagi.

 

Tæknibúr

Í þetta hlutverk þarf smá þjálfun en þó ekki neitt próf. -
í tæknibúrið þarf alltaf nokkra á hvert mót svo að allt gangi vel, það þarf að uppfæra keppendalista svo að taflan í lauginni sýni réttar upplýsingar, uppfæra úrslit inn í öll kerfi, prenta út úrslit og láta hlaupara fá  o.fl.
þeir sem hafa áhuga á að læra á græjurnar í tækniherberginu geta beðið um að fá að vera með sem lærlingur í einhver skipti og svo boðið sig fram í fulla stöðu þegar búið er að læra á allt.
Tæknibúrið hefur góða yfirsýn fyrir sundlaugina (allavega í Ásvallalaug) svo að það ætti að vera hægt að fylgjast með sundinu.

 

Tímavörður
Á sumum mótum er beðið um tímaverði.  -  Það þarf ekki að vera með dómarapróf til að vera tímavörður.  Það er einn tímavörður á hverja braut,stendur á bakkanum með dómara þeirrar brautar.  Það sem tímavörður gerir er að taka tímann á sundmanninum með skeiðklukku,  það er gert til öryggis ef ske kynni að sjáflvirkur tímatökubúnaður bilar. 
Tímavörður hefur eðli málsins samkvæmt frábært útsýni yfir sundlaugina og missir ekki af neinu. - 

Dómari
Sundið er ein af dómarafrekustu íþróttagreinum sem til er-   ef keppt er í laug með 10 brautum líkt og í Ásvallalaug þá þarf allt að 25 dómara ! - 
Auðvitað þarf að vera með dómarapróf til að geta tekið að sér þetta hlutverk -  EN það er boðið uppá námskeið fyrir dómarapróf nokkru sinnum á hverju ári og þeir sem hafa prófið skilja sundið að sjálfsögðu enn betur, geta rætt við sína krakka af þekkingu um það sem þau eru að gera auk þess sem það eru að sjálfsögðu stúku sæti með stórkostlegu útsýni yfir laugina og allt sem er að gerast í henni fyrir dómara.
Tími dómaranámskeiða

 

Sjoppa
Þegar SH heldur mót þá er foreldrafélagið nánast undantekningarlaust með opna sjoppu/búð.  Allir geta boðið sig fram til að taka vaktir í búðinni. 
Þarf enga sérstaka þekkingu til (ágætt að geta lagt aðeins saman í huganum) - 
foreldrafélagið er með blöð um hvað skal gera á vöktum  eins og að finna til mat fyrir dómara og þá sem eru á vakt í tæknibúri og því líkt -  þessi blöð eru í sjoppunni og farið er yfir það með nýjum aðilum.
Sjoppuvöktum er yfirleitt skipt nokkuð niður svo að sömu aðilarnir þurfi ekki að standa þar allan daginn.  Alltaf er fleiri en einn á vakt svo að hægt er að hlaupa frá og horfa á sitt barn synda eftir því sem þarf.

 

Sjoppan bakstur

Til þess að hafa eitthvað gott að selja – er kallað eftir bakkelsi frá foreldrum -  Allir geta lagt til í það -  við höfum verið að fá allskonar góðgæti allt frá kökum yfir í niðurskorna ávesti í boxum.

Foreldrafélagið skipuleggur þetta vel og setur á facebook hverju er verið að kalla eftir í hvert sinn.


Vaktir í mat þegar SH heldur mót sem eru opin fyrir önnur félög.

SH heldur nokkur mót á ári hverju sem eru opin öðrum félögum.  Þá er boðið uppá gistingu í sundlauginn fyrir félög utan að landi (t.d. frá Akureyri) -  
Þau félög sem gista fá morgun, hádegis og kvöldverð í lauginni  og við þurfum að manna vaktir sem sjá um að framreiða matinn og ganga frá heftir hann.  - 
Við fáum yfirleitt kokk sem sér um eldamenskuna svo þetta er bara spurning um að finna til diska, glös og annað sem þarf til, vera til staðar meðan matast er og ganga frá á eftir.
 

Með von um að þetta hjálpi aðeins við að átta sig á hvað hægt er að gera til að styðja við börnin okkar svo þau nái að njóta þess að synda.