Styrktarfélagar

 

Á aðalfundi SH 2008 var samþykkt að innheimta félagsgjöld af félögum í sundfélaginu. Gjaldið er 1.000 kr fyrir árið og fá félagar afhent félagsskírteini. Stjórn félagsins ákvað síðar að bjóða einnig upp á að gerast styrktarfélagar og kostar sú aðild 5.000 kr. á ári.

Styrktarfélagar fá félagsskírteini sem veitir afslátt hjá samstarfsaðilum SH. Einnig fara styrktarfélagar á póstlista félagsins og fá þeir því sendar fréttir frá félaginu, boð á sundmót og aðrar uppákomur. Ennfremur fá allir félagar afslátt af þjónustu SH, s.s. leigu á sal, námskeiðum fyrir fullorðna og fleira.

Gullfélagsaðild kostar 18.000 kr. á ári. Auk þess sem er innifalið í styrktarfélagsaðildinni fá Gullfélagar árskort í sund, sem gildir í eitt ár frá útgáfudegi.

Þeir sem sækja um styrktaraðild að SH geta um leið styrkt sundmenn, en sundmenn fá 1/3 af skráningargjaldinu inn á reikninginn sinn. Til að sækja um styrktaraðild er umsóknareyðublaðið hér fyrir neðan fyllt út og til að styrkja ákveðinn sundmann, er nafnið hans sett á línuna "Nafn þess sem skráir".

Sækja um styrktarfélagaaðild

Til að sækja um styrktarfélagaaðild er annað hvort hægt að prenta út eyðublaðið hér fyrir neðan og senda það á skrifstofu SH eða fylla út umsóknina neðst á síðunni.

Skraning_styrkjarfelag.pdf
 Sækja skjal (179 K)