Umfjöllun um dómara og hlutverk þeirra á mótum.
Dómaramenntun - ath. hvort eitthvað af þessu sé á ssí síðunni

Linkur á excel skjal með öllum SH dómurunum

Listar yfir dómara hjá Sundsambandi Íslands

Sunddómarafélag Íslands

Með tilkomu Ásvallalaugar hefur þörfin fyrir dómara á mótum hjá SH stóraukist. Hægt er að keppa á 10 brautum í einu og þarf tvo dómara á hverja braut. Einn á hvorn enda. Auk þess þarf yfirdómara, ræsi og tæknidómara svo eitthvað sé nefnt. Alls yfir 25 manns á hverju móti.

Sundsamband Íslands sér um að halda dómaranámskeið. Hvert námskeið tekur tvö kvöld og síðan þurfa dómaranemar að vinna sér inn punkta með því að dæma á mótum til að fá full réttindi.

Hvert sundfélag hefur ákveðnar skyldur við Sundsambandið um mönnun á mótum sem SSÍ heldur. Þetta eru AMÍ, ÍM 25, ÍM 50 og Bikar. Ber hverju þátttökufélagi að skila inn starfsmönnum í  hlutfalli við fjölda keppenda eftir ákveðnum reglum. SH er með stærstu félögum landsins og því þurfum við á öflugum hópi dómara að  halda til að uppfylla skyldur okkar.