Tilkynning frį Hafnarfjaršarbę 08.01.2018

Tilkynning frá Hafnarfjarðarbæ

Frístundastyrkur hækkar úr 3000 kr. á mánuði í 4000 kr. frá 1. janúar 2018

Hafnarfjarðarbæ endurgreiðir þeim  sem hafa skráð og greitt fyrir börnin sín þátttökugjöld fyrir íþróttaiðkun fram á árið 2018, þessa 1000 kr hækkun á mánuði fyrir árið 2018. Því ætti ekki að þurfa að breyta skráningu ykkar séu námskeið lengur. Við stefnum á að gera þetta við lok skráningartímabils hvers og eins, þannig að það sé tryggt að börnin hafi verið að stunda íþróttina og foreldrar greitt fyrir. Þetta er gert í höndunum og talsverð vinna, ekki er hægt að gera þetta sjálfvirkt eða rafrænt.

En þeir sem skrá sig núna í janúar eiga að fá 4000 kr styrkinn sinn strax á hverjum mánuði. 

Við munum senda þessu fólki sem var búið að skrá og festa greiðslu eða greitt fyrir allt tímabilið,  upplýsingabréf um þetta. En þetta eru mjög margir foreldrar. Í bréfinu segjum við frá hækkun styrksins og að það munu fá endurgreitt og óskum eftir upplýsingum frá foreldrum um á hvaða reikning endurgreiðsla okkar leggist inn á.

Kveðja

Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar

Skrifstofa fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar

Linnetsstíg 3 | 220 Hafnarfjördur |Sími 585 5754