280 sundmenn úr 14 félögum munu keppa á Extramót í Ásvallalaug 27.10.2017

280 sundmenn úr 14 félögum munu stinga sér til sunds næstu helgi í Ásvallalaug, Hafnarfirði, á Extramóti SH.

HM-sundmennirnir og sundkonurnar Hrafnhildur Lúthersdóttir, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Aron Örn Stefánsson og Kristinn Þórarinsson eru meðal fyrstu keppenda.

Sundmótið verður haldið laugardag og sunnudag, 28./29. Október, aðeins þremur vikum fyrir Íslandsmeistaramótið, og er því síðasta tækifæri til að prófa formið og hraðann á þessu tímabili.

Einhverjir sundmenn eru jafnvel að reyna við lágmörg fyrir Evrópumeistaramótið sem er í desember, og aðrir fyrir Norðurlandameistaramótið sem verður haldið í Reykjavík einnig í desember.

Tímatafla mótsins:

Laugardagur fyrir hádegi kl. 10.00 – 13.00

Laugardagur eftir hádegi kl. 16.00 – 19.00

Sunnudagur fyrir hádegi kl. 10.00 – 13.00

Þetta er slóð fyrir bein úrslit:

https://www.swimrankings.net/services/CalendarFile/19450/live/index.html