Hrafnhildur Lúthersdóttir synti sterk á Arena Pro Swim í Indianapolis 06.03.2017

Hrafnhildur synti á alþjóðlegu móti sem er hluti af Arena Pro swim series í Indianapolis síðustu 3 daga  Þetta er hluti af undirbúningsferli hennar fyrir HM 50 í sumar. Hún tryggði sér bronsið í 100 bringu á 1.07.94 og fjórða sæti í 200 bringunni á 2.27.57.

Þetta mót var feykisterkt og sýndi Hrafnildur að hún er  vel stödd í æfingarferli sínu og meðal þeirra fremstu. Hún vakti athygli með að synda bringusund í 50 metra skriðsunds  hlutanum sem heitir free style uppá ensku  eða frjáls aðferð og er þar leyfilegt að nota sundtök að eigin vali.  Þetta gerði hún vegna þess að ekki var boðið uppá 50 metra bringusund á þessu móti. Vildi hún sjá tímann sinn. Hún hefur undanfarið einbeitt sér meira að styttri  vegalengdum 50 og 100 metrum en Hrafnhildur er ein örfárra kvenna í bringusundsheiminum sem syndir allar 3 vegalengdirnar í fremsu röð.  

Hér er tengill á mótið http://www.usaswimming.org/DesktopDefault.aspx?TabId=2798&Alias=Rainbow&Lang=en