Hrafnhildur Lúthersdóttir með Íslandsmet í 100m bringusund í "Duel In The Pool" 16.12.2015

Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir úr SH setti Íslands­met í 100 metra bring­u­sundi í 25 metra laug þegar hún keppti fyr­ir hönd Evr­ópu­úr­vals­ins gegn Banda­ríkj­un­um í „Duel in the pool“ í Omaha. 

Hrafn­hild­ur synti á 1:05,92 mín­út­um og bætti eigið met sem hún setti á Íslands­mót­inu í Hafnar­f­irði í nóv­em­ber. Þá synti hún 100 metr­ana á 1,06,12 mín­út­um.

Hrafn­hild­ur synti í 200m bringusund á tím­an­um 2:23,19, bara 50/​100 úr sek­úndu frá Íslands­meti sínu sem er 2:22,69 mín­út­ur frá HM í Doha í fyrra.