NÝTT ÍSLANDSMET Í 100 BRINGU 20.08.2014

Hrafnhildur Lúthersdóttir gerði sér lítið fyrir í undanúrslitum og setti nýtt glæsilegt Íslandsmet í 100m bringusundi.

Tíminn hennar var 1.08,19 sem er tæplega hálfrar sekúndu bæting á gamla metinu sem hún átti sjálf.

10.sætið staðreynd sem er mjög góður árangur eftir að hafa komið inn í undanúrslitin með 15. besta tímann.

Við, ásamt bresku þulunum á Eurosport, munum svo fylgjast frekar með Luthersdottir " the 200 specialist" í sinni bestu grein á fimmtudaginn.

Á morgun tekur Ingibjörg Kristín við og syndir 100m baksund og það verður spennandi að fylgjast með !

ÁFRAM ÍSLAND !