Hrafnhildur hefur keppni á EM með látum 19.08.2014

Aftur góðar fréttir frá Berlín

Hrafnhildur Lúthersdóttir hóf keppni á EM  núna í morgun í 100m bringusundi.

Hún synti á tímanum 1.09,12 sem er hennar þriðji besti tími á ferlinum. Með þessum árangri náði Hrafnhildur 15. sæti í undanrásunum
og þar með sæti í undanúrslitum sem fara fram í kvöld.

Hlutinn í kvöld hefst klukkan 18 á þýskum tíma eða 16 á íslenskum tíma og er 100 bringa 6 greinin í þeim hluta.

Íslenski hópurinn í Berlín er sáttur með árangur morgunsins og spennt fyrir kvöldinu.
Hrafnhildur sagði meðal annars í samtali fyrr í dag ;
"Ég hlakka til að synda " ,

svo við segjum bara aftur:
ÁFRAM ÍSLAND !