Hrafnhildur og Ingibjörg til Essen 16.07.2014

Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir fara í keppnisferð til Þýskalands

Fimmtudaginn 17. Júlí munu þær Hrafnhildur og Ingibjörg halda til Essen í Þýskalandi til þess að keppa á síðasta undirbúningsmóti sínu fyrir Evrópumeistaramótið sem er haldið í Berlín 18. - 24. ágúst.

Mótið í Essen hefst föstudaginn 18. Júlí og lýkur sunnudaginn 20. Júlí. Hrafnhildur mun synda 200m fjórsund og einnig 50m, 100m og 200m bringusund. Ingibjörg syndir 50m flugsund, 50m og 100m baksund og 50m og 100m skriðsund.

Dagana 21. – 24. Júlí munu stelpurnar svo dvelja áfram í Þýskalandi þar sem þær munu æfa alla daga til að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið.