SH-ingar komnir heim af NÆM. 16.07.2014

þá hafa þau Harpa, Katarína og Ólafur lokið keppni á NÆM með flottum árangri.

SH-ingarnir voru að synda vel á mótinu og má þar nefna að Harpa vann til bronsverðlauna í 800m skriðsundi og var að synda vel í öðrum greinum líka. Katarína var einnig að synda vel á mótinu en hún var að bæta sig í 800m skriðsundi og synti einnig flott 100m baksund. Ólafur var einnig að bæta sig en hann synti glæsilegt 400m skriðsundi á tímanum 4:16.12.

Nú eru þau öll komin heim en Ólafur fór strax aftur út til Finnlands þar sem hann tekur þátt í menningarlegri ljósmyndaferð sem einungis fáir fá að taka þátt í.