SH-ingar á NÆM 11.07.2014

3 SH-ingar lögðu af stað í morgun til Kaupmannahafnar í Danmörku til að keppa á Norðurlandamóti Æskunnar dagana 11. – 13. Júlí. Það eru þau Harpa Ingþórsdóttir, Katarína Róbertsdóttir og Ólafur Sigurðsson sem keppa fyrir hönd SH og Íslands á mótinu en með þeim eru einnig sundmenn frá ÍRB. Þjálfari ferðarinnar kemur einnig frá SH en það er Mladen Tepavcevic.

Mótið hefst í fyrramálið og fyrst til að synda eru þær Katarína og Harpa en þær hefja mótið á 800m skriðsundi kvenna, svo á eftir þeim er svo fyrsta sund Ólafs en það er 1500m skriðsund karla.

Hér á eftirfarandi slóð er svo hægt að fylgjast með úrslitum mótsins: http://livetiming.dk/index.php?cid=1826

Við hjá SH óskum sundmönnum Íslands góðs gengi á mótinu.