SH-ingar ljúka keppni og snúa heim 05.05.2014

Þá hafa SH-ingar lokið keppni í Lúxemborg það náðist mjög góður árangur hjá okkar sundmönnum. Þar ber hæst að nefna frábært sund Ólafs Sigurðssonar í 1500 metra skriðsundi, en ekki eru margir sem geta gert það sund spennandi en Ólafi tókst það svo sannarlega, Ólafur náði bætti sig heilmikið og stökk úr fimmta sætinu og í annað sætið. Ekki munaði miklu á honum og þriðja og fjórða sætinu en þeir kláruðu allir á sömu sekúndunni.

Margir af íslensku keppendum nældu sér í verðlaun Ólafur fékk 1 gullverðlaun, 2 silfur og 4 bronsverðlaun. Harpa Ingþórsdóttir fékk 2 silfur og 2 bronsverðlaun. Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir fékk 2 silfur og 2 brons. María Fanney Kristjánsdóttir fékk 1 silfur og 1 brons. Katarína Róbertsdóttir fékk 1 brons. Eyrún Agla Friðriksdóttir, Marian Catalin Ioneti, Hafþór Jón Sigurðsson, Jökull Ýmir Guðmundsson og Ásdís Birta Guðnadóttir áttu öll glæsilegt mót og gerðu SH-ingana hér heima stolta.

Í dag koma þau svo heim og verður vel tekið á móti sigursæla liðinu.