Hrafnhildur Lúthersdóttir á sínu NCAA-lokamóti og synti þrisvar til úrslita 24.03.2014
Hrafnhildur Lúthersdóttir keppti með liði sínu The Gators frá University of Florida nú um helgina í 4 og síðasta skifti í úrslita keppni NCAA og lenti liðið í 6. sæti og hefur þar með náð top tíu 14 ár í röð.  Inn á úrslitakeppnina náðu 281keppendur frá 49 liðum að þessu sinni.  í Háskólasundinu alls eru yfir 12 þúsund konur frá yfir 560 liðum.

Hrafnhildur var á sínu lokamóti og synti þrisvar til úrslita náö 3 og 4 sæti með boðsundssveit á nýjum skólametum  og tólfta sæti í 100 bringu (0.59.65).  í 200 bringu lenti hún í 19 sæti (2.09.75).

Hrafnhildur getur verið stolt af ferlinum  komst öll fjögur árin inn í úrslitakeppni NCAA, hlaut sæmdarheitð All American 10 sinnum (aðeins þeir sem komast í úrslit á NCAA) og á fjögur skólamet í einu sterkasta sundprógrammi BNA.  Hrafnhildur mun áfram æfa með Gators og stunda nám við University of Florida en ekki heimilt að keppa lengur fyrir liðið.

Here is the link to the results.