AMÍ Föstudagur eftir hádegi 25.06.2011
AMÍ Föstudagur
Eftir hádegi

100m fjórsund 12 ára og yngri

Ólafur gull á 1:15.47 á sínum tíma
Heiðdís bætti sig um tvær sekúndur og synti á 1:24.09 og María Fanney fór alveg við sinn tíma.

50 skriðsund 17-18 ára

Gull og brons í boði Njáls og Sigurðar! 24,62 og 25,14

200 m bringusund

Heiðdís Ninna bætti tímann sinn um 3 sek og synti á 3:16.79 aðeins 18 hundruðustu á eftir stelpunni sem var í þriðja sæti og María Fanney bætti sinn tíma um tæpar tvær sekúndur; 3:35.91 . Arnór nældi sér í silfur á 2:36.55 sem var bara 3 sekúndubrotum frá gullinu en engu að síður góð bæting. Indía var rétt við sinn tíma. Elísabet bætti sinn tíma og endaði í fjórða sæti en 2,3 og 4.sætið voru öll á sömu sekúndinni.

4*100 m skriðsund boðsund

Stelpur 12 ára og yngri enduðu í fjórða sæti en sveitina skipuðu Eyrún, María Fanney, Inga Rós og Heiðdís. Stelpnasveitirnar 13-14 ára og 15-16 ára voru báðar í 6.sæti og yngri sveitinni voru Birna Karen, Indía Bríet, Margrét og Hildur Elísabet og í eldri voru það Bára Kristín, Ásdís Birta, Kristín Jóna og Elísabet Ruth. Strákarnir enduðu í þriðja sæti en þeir kepptu í flokki 17-18 ára þó að aldursbilið hafi verið frekar breitt; Njáll, Sigurður, Arnór og Hafþór.