Ćfingargjöld og niđurgreiđsla Hafnarfjarđarbćrar 14.01.2011
Hafnarfjarðarbær hefur boðað lækkun niðurgreiðslu æfingagjalda vegna íþróttaiðkunar barna og unglinga á árinu 2011.  Vegna óvissu um áhrif þessa á æfingagjöld hefur stjórn Sundfélags Hafnarfjarðar tekið ákvrðun um að innheimt verði heildaræfingagjöld frá og með janúar 2011.  Mánaðargjöld munu því hækka sem nemur niðurgreiðslu bæjarins eins og hún var á árinu 2010.  Niðurgreiðslur Hafnarfjarðarbæjar á árinu 2011 verða endurgreiddar eða munu ganga á móti æfingafjöldum þá og þegar þær berast. Óhjákvæmilegt er að breyta fyrirkomulagi innheimtu með þessum hætti nú.  SH á þannig enn útistandandi hluta umsaminnar niðurgreiðslu frá Hafnarfjarðarbæ vegna ársins 2010.
Æfingagjöld hafa ekki verið hækkuð um langan tíma.  Hafnarfjarðarbær hefur heldur ekki að fullu staðið vð umsamdar rekstrargreiðslur til SH samkvæmt samingi.  Það hefur því þrengt nokkuð að fjárhagi SH.  Stjórn félagsins vonar að hún mæti skilningi og stuðningi á meðan erfitt tímabil í rekstri varir.

Foreldrum sem eiga börn í SH er bent á að sækja þarf um niðurgreiðslur félagsgjalda vegna iðkunar á vorönn 2011 á íbúagátt Hafnarfjarðar. Opnað verður fyrir skráningu í byrjun febrúar.  Einungis þeir sem sótt hafa um niðurgreiðslurnar á auglýstum umsóknartíma eiga rétt á endurgreiðslu. Sé ekki sótt um á réttum tíma fellur rétturinn til niðurgreiðslunnar niður.  Vinsamlegast fylgist með upplýsingum um íbúagáttina á heimasíðu bæjarins - http://hafnarfjordur.is/

Guðmundur Rafn Bjarnason
gjaldkeri