Stórmóti SH er lokiđ 24.10.2010

Stórmót SH – 23. /24. október 2010 – Ásvallalaug Hafnarafirði


-          Yfir 200 sundmenn frá öllu landinu og sterkustsu félögunum


-          Jakob Jóhann Sveinsson og Hrafnhildur Lúthersdóttir bestu sundmenn mótsins


-          Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir syntu lágmörk fyrir NMU


-          Pálmi Guðlaugsson setti tvö Íslandsmet í fötlunarflokki S-7


Flestir sundmenn landsins úr sterkustu félögunum kepptu um liðna helgi á Stórmóti SH sem haldið var í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Á mótinu kepptu 235 sundmenn frá 12 félögum á tveimur dögum.


Sundmennirnir Jakob Jóhann Sveinssong (Ægir) og Hrafnhildur Lúthersdóttir (SH) sem hafa þegar náð lágmörkum á HM 25 í Dubai í Desember kepptu í bestu greinunum sínum og náðu þau bæði besta árangri mótsins. Jakob náði frábærum tímum í 100m bringusundi, 1.01.95 og 0.28.87 í 50m bringusundi. Fyrir þau sund fékk hann 802 og 765 stig. Hrafnhildur fékk flest stig í 100m fjórsundi 1.05.75 (735 stig).


Ungu sundmennirnir frá Ægi þau Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir náðu besta árangri í sínum aldursflokkum ásamt því að ná lágmörkum fyrir Norðurlandameistaramót unglinga í desember. Anton Sveinn í 400m skriðsundi með tímann 4.07.09 og Eygó Ósk í 200m fjórsundi á 2.21.53.


Pálmi Guðlaugsson (Fjörður) setti tvö Íslandmet í fötlunarflokki S-7 í 50m bringusundi (0.58.90) og 200m baksundi (3.34.96).


Sundfélagið Ægir vann flest gull (15), SH kom þar á eftir (11) og Sunddeild Akraness var í þriðja sæti (4).