Frábćrt tćkifćri fyrir Hrafnhildi 06.10.2010

Um áramótin fer Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, til náms við University of Florida (UF).

Kvennasundlið skólans, The Gators (www.gatorzone.com), er besta háskólalið Bandaríkjanna og vann það bandarísku háskólakeppnina í ár (NCAA 2010). Liðið hefur verið meðal tíu efstu liðanna í keppninni síðasta áratuginn og var stúlkunum boðið í kvöldverð til Obama forseta í Hvíta húsinu að lokinni keppni.

Margir heimsfrægir sundmenn hafa synt með „The Gators“ og halda áfram að æfa með liðinu að lokinni útskrift eins og Ryan Lochte, margfaldur Ólympíumeistari og heimsmethafi og Gemma Spofforth heimsmeistari og heimsmethafi í baksundi.

Hrafnhildi var boðinn fullur skólastyrkur og er skólinn ofarlega á lista yfir 100 bestu háskóla Bandaríkjanna. Öll umgjörð fyrir íþróttir í skólanum er frábær og eru t.d. fimm þjálfarar sem þjálfa sundliðið, auk styrktarþjálfara. Yfirþjálfari er Gregg Troy og var hann kosinn þjálfari ársins af bandaríska sundþjálfarasambandinu. Einnig var hann þjálfari bandaríska landsliðsins á Kyrrahafsleikunum. UF mun verða í nánu samstarfi við Klaus, þar sem undirbúningur fyrir ÓL 2012 í London er þegar hafinn.

Hrafnhildur fór í heimsókn í ágúst. Var vel tekið á móti henni af þjálfurum og sundmönnum og líst henni mjög vel á allar aðstæður. Sara Bateman sundkona úr Ægi er líka í hjá Gators í UF og verða þær stöllur á kafi í undirbúningi fyrir ÓL næstu tvö árin.